fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Algjörlega misst tökin

Eyjan
Fimmtudaginn 22. júní 2023 06:00

Hverfandi líkur eru á að núverandi ríkisstjórn haldi velli í næstu þingkosningum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í full tíu ár hafa sex dómsmálaráðherrar úr röðum sjálfstæðismanna borið ábyrgð á málefnum innflytjenda. Í byrjun vikunnar tók sjöundi ráðherrann við þessari ábyrgð.

Af því tilefni sagði fjármálaráðherra að við hefðum algjörlega misst tökin á þessum málum. Bæjarstjórinn Hafnarfirði svaraði því til í Kastljósi að þessi þungi áfellisdómur væri sjálfsgagnrýni.

Það eru orð að sönnu. Fá dæmi eru um að forystumenn í stjórnmálum hafi gengist með svo afgerandi hætti við mistökum eftir að hafa borið ábyrgð á málaflokki samfellt í áratug.

Hver er sökudólgurinn?

Fjármálaráðherra staðhæfði í viðtali á RÚV að þingið hefði brugðist.

Stærsti flokkurinn í þremur ríkisstjórnum með ábyrgð á innflytjendamálum allan tímann má vissulega nota stór orð um lausatök. Hitt lýsir veruleikaflótta að skrifa þau á minnihlutann á Alþingi.

Að svo miklu leyti sem flokkur dómsmálaráðherra axlar ekki einn ábyrgð á ófremdarástandinu, sem fjármálaráðherra lýsir um sumt réttilega, getur hann aðeins sakast við samstarfsflokkana.

Fjármálaráðherra skuldar þar af leiðandi svar við því hvaða samstarfsflokkar í þremur ríkisstjórnum hafa komið í veg fyrir að sex dómsmálaráðherrar næðu árangri í þessum málaflokki.

Mat Jóns Gunnarssonar

Jón Gunnarsson fráfarandi dómsmálaráðherra er hins vegar skýr um þetta. Hann segir sem er að vandi Sjálfstæðisflokksins sé samstarfið við VG. Auk útlendingamálanna og lögreglumálanna nefnir hann í því samhengi varnar- og öryggismál og orkumál.

Öllum má vera ljóst að pólarnir í stjórnmálum geta ekki til lengdar náð saman um markvissa stefnu. Jón Gunnarsson segir bara satt um þá staðreynd. Aðrir reyna að loka augunum eða draga athyglina að öðru.

Forsætisráðherra reynir að loka augunum með því að mæla útideyfu bót á öllum helstu málasviðum.

Fjármálaráðherra reynir á hinn bóginn að draga athyglina frá útideyfu samstarfsins  með því að koma umræðu um málefni útlendinga á Pírataplan með öfugum formerkjum.

Mat Guðmundar Inga Guðbrandssonar

Varaformaður VG sagði á fundi á Ísafirði í fyrra að hlutverk flokksins í ríkisstjórn væri ekki síst fólgið í því að stöðva hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins.

Skilgreiningar Jóns Gunnarssonar og Guðmundar Inga Guðbrandssonar á eðli samstarfsins falla einfaldlega saman. Það byggist ekki á málamiðlunum heldur gagnkvæmu neitunarvaldi.

Hér þarf að hafa í huga að Sjálfstæðisflokkurinn valdi VG sem besta kostinn til áframhaldandi samstarfs í kjölfar síðustu kosninga. Eftir kosningarnar 2017 voru aðstæður aftur á móti með þeim hætti að útilokað var að mynda annars konar ríkisstjórn.

Kjarni málsins er sá að Sjálfstæðisflokkurinn kaus VG til áframhaldandi samstarfs þótt unnt væri að mynda ríkisstjórn nær grundvallarhugmyndum hans í ríkisfjármálum, öryggis- og varnarmálum, orkumálum og útlendingamálum.

Tilveruklípan

Samstarf um ríkisstjórn með raunverulega stefnu hefði vissulega kostað erfiðar málamiðlanir. En þingmenn sjálfstæðismanna völdu sjálfir gagnkvæmt neitunarvald og útideyfu með VG.

Þeir bera ábyrgð á því vali gagnvart kjósendum í komandi kosningum. Jón Gunnarsson gengst við því að þetta val hafi verið mistök. Aðrir gera það ekki.

Þetta er raunverulega pólitíska tilveruklípan, sem þingflokkur dómsmálaráðherra er í þegar hann mætir fólkinu í landinu.

Afleiðingar samstarfsins

Skollaleikur með pólitísku ábyrgðina breytir ekki hinu að við höfum ekki fulla stjórn á þróun útlendingamála. Á þeim vanda þarf að taka málefnalega en ekki með sleggjudómum.

Um leið er heldur ekki unnt að horfa fram hjá því að við höfum ekki haft stjórn á ofvexti í ferðaþjónustu, ekki á þróun ríkisfjármála, ekki á orkumálum, ekki á loftslagsmálum, ekki í peningamálum, ekki á löggjöf um vinnumarkaðinn, ekki á hvalveiðum og ekki varðandi endurskoðun þjóðaröryggisstefnu.

Þetta sér Jón Gunnarsson.

Utanríkismálin hafa aftur á móti verið í öruggum skorðum og traustum höndum; að vísu án nýrra skrefa í fjölþjóða samstarfi.

Þegar fjármálaráðherra þvær hendur sínar af vandræðunum í útlendingamálum beinir hann sjálfkrafa sjónum manna að sömu afleiðingum stjórnarsamstarfsins á mörgum öðrum sviðum, þótt ætlunin sé hin: Að draga athyglina frá þeim ógöngum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
17.11.2024

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg
EyjanFastir pennar
16.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
09.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?