fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Landsvirkjun semur um nýja lánalínu – lægri vextir með aukinni sjálfbærni

Eyjan
Miðvikudaginn 21. júní 2023 14:53

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsvirkjun hefur gengið frá samningum um lánalínu að fjárhæð 125 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 17 milljarða íslenskra króna. Lánið er til þriggja ára með heimild til framlengingar tvisvar, um eitt ár í senn. Lánalínan veitir Landsvirkjun aðgengi að fjármunum sem fyrirtækið getur dregið á og endurgreitt eftir þörfum. Lánalínan kemur í stað eldri lánalínu að fjárhæð 150 milljónir Bandaríkjadala og endurspeglar lækkun lánalínu sterka fjárhagslega stöðu fyrirtækisins og minni þörf fyrir aðgengi að lausafé.

Vaxtakjör tengd árangri Landsvirkjunar í sjálfbærnimálum

Kjör lánalínunnar eru hagstæð en sé dregið á línuna ber lánið breytilega vexti með 45 punkta álag ofan á SOFR* millibankavexti. Stefna Landsvirkjunar er að vera í forystu í loftslags- og umhverfismálum. Í samræmi við þá stefnu eru vaxtakjör lánalínunnar tengd við tvö metnaðarfull markmið Landsvirkjunar á sviði umhverfismála.  Annars vegar að ná kolefnishlutleysi í lok árs 2025 og hins vegar að hætta að kaupa jarðefnaeldsneyti árið 2030. Vaxtakjörin á láninu lækka um 2,5 punkta ef markmiðunum verður náð en hækka um 2,5 punkta ef þau nást ekki.

Sjálfbærnitenging lánalínunnar er í samræmi við stefnu Landsvirkjunar um að öll ný fjármögnun félagsins skuli vera græn eða sjálfbærnitengd.

Fjórir viðskiptabankar Landsvirkjunar eru þátttakendur í lánalínu

Viðskiptabankar Landsvirkjunar eru þátttakendur í lánalínunni, en það eru Barclays Bank Ireland PLC, ING Belgium SA/NV, BNP Paribas S.A. og Cooperative Rabobank U.A.. Jafnframt var Barclays Bank Ireland PLC ráðgjafi Landsvirkjunar í ferlinu.

*Secured Overnight Financing Rate

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?