fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Þingmaður Vinstri grænna urðar yfir Sjálfstæðisflokkinn – „Sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum“

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 14:38

Jódís Skúladóttir Mynd: VG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist hrikta ansi hressilega í ríkisstjórnarsamstarfi Vinstra hreyfingarinnar græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þá sérstaklega af hálfu tveggja fyrstnefndu flokkanna. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem lét af embætti dómsmálaráðherra í gær, gagnrýndi Vinstri græn í viðtali við Morgunblaðið fyrir linkind í útlendingamálum og sagði flokkinn eiga erfitt með að vera í ríkisstjórn.

Hin opinbera misklíð milli flokkanna tveggja hefur færst enn frekar í aukanna því Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, birti nú fyrir stundu færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún gangrýnir Sjálfstæðisflokkinn og þingmenn hans harðlega. Hún segir flokkinn greinilega eiga við alvarlegan innanbúðarvanda að glíma og gerir gys að ráðherraskiptum hans í gær og aðdraganda þeirra:

„Innanmein Sjálfstæðisflokksins eru átakanleg á að horfa. Hádramatískur tangó Jóns og Gunnu hefur verið frekar taktlaus og feilsporin stigin á sárar tærnar aftur og aftur enda virðist hljómsveitarstjórinn Bjarni Ben ekki alveg ráða við svona flókið tónverk.“

Jódís gengur síðan enn lengra:

„Til að víkja athygli þjóðarinnar frá þessum darraðadansi og til að bregðast við fylgistapi, sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins.“

Ósátt við málflutning Jóns um aðkomu Vinstri grænna að frumvörpum hans

Hún segir merkilegt að Jón hafi sífellt verið að fullyrða að Vinstri græn stoppi alltaf góðu málin hans sem sé áhugavert í ljósi þess að hún ítrekað að heyra að flokkur hennar láti Sjálfstæðisflokkinn teyma sig yfir öll mörk og sé viljalaust verkfæri í höndum samstarfsflokksins. Hún setur fram leiðréttingar við málflutning Jóns um þinglega meðferð frumvarpa hans til útlendingalaga og laga um afbrotavarnir:

„VG talar ekki fyrir opnum landamærum, við viljum skilvirkt kerfi sem tryggir öllum sem hingað leita réttláta málsmeðferð. Niðurstöðu þeirrar meðferðar ber svo að virða. Þingleg meðferð útlendindafrumvarpsins var erfið en en ég er stolt af þeim mikilvægu breytingum sem frumvarpið tók og tryggðu mannréttindi fólks á flótta.“

„VG var með mikla fyrirvara við frumvarp Jóns um afbrotavarnir. Við gerum okkur grein fyrir því að heimurinn er breyttur og mikilvægt sé að vinna gegn skipulegri brotastarfsemi. Breytingarnar sem Jón vildi ná fram á lögreglulögunum hefðu hins vegar gefið lögreglu heimild til rannsóknaraðgerða án þess að rökstuddur grunur væri fyrir hendi um refsiverða háttsemi.“

„Mun meira réttaröryggi væri fólgið í því að slíkar aðgerðir yrðu ákvarðaðar samkvæmt úrskurði dómara. Þetta kom auðvitað til tals í nefndinni, þetta kom til tals með starfsfólki Jóns, hvernig svo samskiptin eru innan hans flokks, eða innan hans fyrrverandi ráðuneytis skal ég ekki tjá mig um, en ég sinni mínu hlutverki sem þingmaður af ábyrgð – hafi okkur tekist að veita borgurum vernd gegn geðþóttaafskiptum stjórnvalda og þá sérstaklega lögreglu, í þessu tilviki er ég er stolt af því.“

„Það skiptir nefnilega máli að allar lagasetningar séu vel ígrundaðar og að mannréttindi fólks séu höfð í forgrunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í dómsmálaráðuneytinu um árabil. Árinni kennir illur ræðari.“

Það mun væntanlega koma í ljós hvaða áhrif þetta innlegg Jódísar Skúladóttur mun hafa á stjórnarsamstarfið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG