fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Eyjan

Gylfi Þór tekur við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossin

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 15:15

Gylfi Þór Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Þorsteinsson hefur tekið tímabundið við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi, en hann var nýlega ráðinn sem teymisstjóri Mannvina hjá félaginu.

Gylfi Þór tekur við stöðunni af Björgu Kjartansdóttur, sem var nýlega ráðin til Alþjóðasambands Rauða krossins í Genf til sex mánaða, en hún hefur sinnt starfinu síðan árið 2018.

Gylfi Þór er vel kunnugur starfi Rauða krossins og landsþekktur fyrir störf sín fyrir félagið, en hann sá um rekstur sóttvarnahúsa Rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum og hefur auk þess sinnt sjálfboðastörfum í neyðarvörnum fyrir félagið í áraraðir.

Gylfi Þór starfaði áður hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem aðgerðarstjóri vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Um árabil starfaði Gylfi Þór á sviði fjölmiðlunar, sem dagskrárgerðamaður í útvarpi og síðar sem auglýsinga- og markaðsstjóri miðla eins og Viðskiptablaðsins, DV, Morgunblaðsins/mbl.is, og fleiri. Gylfi Þór hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri mbl.is og Eiðfaxa ásamt stöfum í ferðaþjónustu og víðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda

Orðið á götunni: Sægreifar panta skipulegar árásir úr öllum áttum á fyrirhugaða hækkun veiðileyfagjalda
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf

Vill láta kjósa um ESB-viðræður strax á þessu ári – Bandaríkin hafi snúið heimsmyndinni á hvolf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið