Boozt hefur markað sér stöðu sem leiðandi netverslun á Norðurlöndunum í tísku- og lífstílsvörum og stofnar nú vildarklúbbinn „Club Boozt.“ Með „Club Boozt“ stefnir netverslunin á að byggja upp enn nánari tengsl við viðskiptavini og verðlauna þá fyrir tryggð á sama tíma og „sett eru ný viðmið fyrir vildarklúbba,“ eins og segir í fréttatilkynningu.
Í henni kemur fram að virkir viðskiptavinir Boozt séu um þrjár milljónir talsins og Boozt sé umhugað um að rækta tengslin við þennan hóp og bjóða upp á sérsniðin tilboð. Meðlimir í „Club Boozt“ munu njóta fjölda fríðinda eins og persónulegrar verslunarupplifunar, forgangs að forsölu, afsláttar af sínum uppáhalds vörumerkjum, VIP þjónustu auk sérsniðinna ráðlegginga. Boozt býður öllum núverandi og nýjum viðskiptavinum að ganga í vildarklúbbinn ókeypis.
„Við erum ótrúlega spennt að hleypa loksins af stokkunum „Club Boozt“ fyrir Íslendinga. Þetta er stefnulega mikilvæg ákvörðun og umtalsverð fjárfesting fyrir Boozt en við byggjum á styrk okkar í fjölbreyttu og einstöku vöruúrvali og fjölda tryggra viðskiptavina og viljum gera meira fyrir þá. „Club Boozt“ er enn eitt risastórt skref í að ná fram langtímastefnu okkar í stórverslunum og við trúum því staðfastlega að „Club Boozt“ muni setja nýtt viðmið í greininni með því að bjóða upp á óviðjafnanlega aðlögun fyrir viðskiptavini með sérsniðnum tilboðum og einstöku þjónustustigi,“ segir Hermann Haraldsson, forstjóri og meðstofnandi.
Hann bendir á að í núverandi samkeppnisumhverfi í verslun skipti sköpum að laga sig að og koma til móts við vaxandi þarfir viðskiptavina.
„Með „Club Boozt“ leggjum við mikla áherslu á sérsniðin tilboð og gefum viðskiptavinum tækifæri til að velja þá kosti sem skipta máli fyrir þá, þegar þeir þurfa á þeim að halda. Með því að veita persónulega notendaþjónustu og fjölbreytta umbun fyrir tryggð stefnum við að því að styrkja samband okkar við hvern og einn viðskiptavin og fara fram úr væntingum þeirra,“ segir Hermann.
Boozt býður öllum núverandi og nýjum viðskiptavinum að ganga í vildarklúbbinn ókeypis.