fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Brynjar Níelsson skrifar: Enn ein stofnunin

Eyjan
Föstudaginn 16. júní 2023 14:18

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mín góða vinkona í forsætisráðuneytinu er mjög upptekin af því að hér verði komið á Mannréttindastofnun, enn einni stofnuninni sem skattgreiðendur eiga að fjármagna en kjörnir fulltrúar hafa ekkert með að gera. Svona gerist þegar pólitískir aktivistar koma saman á fundum úti í París eða öðrum borgum og semja um að ríkin komi sér upp nýjum stofnunum og færi þeim völdin.

Það verði sem sagt safnað saman einhverjum umboðslausum aktivistum í mannréttindum, Þórhildum Sunnum þessa lands, sem hafi endanlegt vald í mannréttindamálum. Útgjöld skattgreiðenda munu aukast mjög. Allir fatlaðir munu fljótlega eiga rétt á sundlaug heima hjá sér og þeir sem hafa upplifað mótlæti í lífinu eiga rétt á bótum, allt á kostnað skattgreiðenda. Örugglega verður ekki skortur á nýjum uppfinningum á sviði mannréttinda í hinni nýju stofnun.

Sama hefur gerst í umhverfismálum. Einhverjir aktivistar í umhverfismálum safnast saman í Árósum og gera samning til að tryggja að kjörnir fulltrúar hafi lítil sem engin völd þegar kemur að virkjunum og öðrum nauðsynlegum framkvæmdum og tryggja einnig að umhverfisfasistahópar geti stöðvað allar framkvæmdir á landi og nýtingu auðlinda.

Svipað hefur gerst í málefnum flóttamanna og þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd. Endanlegar ákvarðanir í þeim málum eru afhentar til umboðslauss fólks úti í bæ, sem er að hluta til tilnefnt af aktivistum í þeim málaflokki.

Þessi tilhneiging stjórnmálamanna til að afhenda völd til fólks, sem enginn kaus og ber enga ábyrgð, er óskiljanleg. Þetta er ekki bundið við Ísland. Það er búið að færa pólitískum aktivistum smátt og smátt völdin meira og minna í öllum nefndum og stofnunum Evrópuráðsins. Það er varla hægt að tala um fullvalda lýðræðisríki á sama tíma. Þegar pólitískir aktivistar, sem eru alla jafna ofstækisfólk, fá afhent völdin endar það alltaf í fjárhagslegu og andlegu þroti. Slíkt fólk veður alltaf áfram í sínu ofstæki og kemur aldrei auga á heildarhagsmunina, enda skipta þeir þetta fólk engu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennar
13.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
06.12.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
05.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!