fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín sópar rökum ritstjóra Morgunblaðsins ofan í tunnu

Eyjan
Miðvikudaginn 14. júní 2023 15:00

Þorgerður Katrín hrekur rök Morgunblaðsins gegn ESB aðild lið fyrir lið í grein í Morgunblaðinu í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hrekur röksemdir ritstjóra Morgunblaðsins gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu lið fyrir lið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Tilefni skrifanna er ritstjórnargrein sem birtist í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Evrópuþráhyggja“ og tilefni hennar var ræða Sigmars Guðmundssonar við eldhúsdagsumræður í síðustu viku.

Þorgerður svarar sex röksemdum ritstjóranna gegn aðild að ESB og bendir á að þeir séu í hróplegir mótsögn við sjálfa sig er þeir hreykja sér af miklum kaupmætti hér á landi og kvarta í sama orðinu undan því að laun hafi hækkað of mikið. Vandamálið hér sé einmitt miklar sveiflur þar sem kaupmáttur hækki stundum meira en annars staðar en hrynji svo á ný.

Önnur röksemd er að verðbólga sé mishá á evrusvæðinu og verðbólgan hér yrði álíka og í þeim ESB-ríkjum sem hæsta verðbólgu hafa. Þorgerður bendir á að verðbólga hér hefur verið nær meðaltali evrusvæðisins þrátt fyrir óstöðugan gjaldmiðil og stöðugur gjaldmiðill ætti að stuðla að lægri verðbólgu, jafnvel að óbreyttri hagstjórn að öðru leyti.

Þá gefur Þorgerður Katrín lítið fyrir þau rök að hagvöxtur hér hafi verið meiri en á evrusvæðinu á meðan það sé hagvöxtur á mann sem skipti máli en ekki heildarhagvöxtur og bendir á að Morgunblaðið birti sjálft greiningu Analytica sem sýndi fram á að í mörg ár hefur hagvöxtur á mann verið minni hér en á evrusvæðinu, raunar með því lægsta sem þekkist.

Þá blæs hún á þau rök að aðild að ESB og upptaka evru myndi kalla yfir okkur atvinnuleysi eins og í Grikklandi og Spáni. Bendir hún á að Danmörk og Færeyjar eru með gjaldmiðil sem er að fullu festur við gengi evru og búa við sama vanda og Íslendingar þegar kemur að vinnuafli – þar er skortur á því eins og hér.

Hvað rök um að vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópu taki lítið tillit til séríslenskra aðstæðna varðar, bendir Þorgerður Katrín á að Evrópski seðlabankinn ræður einmitt vaxtakjörum allra helstu fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi, stóriðju, hátækni og ferðaþjónustu vegna þess að þessi fyrirtæki nota evru sem sinn gjaldmiðill. Eru þau enn fremur í betri samkeppnisaðstöðu en lítil og  meðalstór fyrirtæki sem lúta vaxtákvörðunum Seðlabanka Ísland.

Þá hafnar Þorgerður þeirri röksemd að efnahagssveiflur hér séu öðruvísi en í Evrópu. Það hafi átt við í fortíð þegar sjávarútvegur var eina útflutningsgreinin og áður en markviss stöðugleikastjórnun var innleidd í fiskveiðum. Nú séu hagsveiflur hér á landi í takt við Evrópu og  helsti munurinn sé sá að 2008 og 2019 hafi þær orðið mun dýpri hér en annars staðar vegna gjaldmiðilsins.

Þorgerður fagnar því í niðurlagi greinar sinnar að veikleikinn í röksemdafærslum ritstjóranna eigi eftir að hjálpa við að opna umræðuna frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu