fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Söngvatnið í Costco nú í boði fyrir almenning – Sjáðu hvað þú gætir sparað

Eyjan
Miðvikudaginn 14. júní 2023 15:30

Það getur munað mörgum tugum prósenta hvað áfengi er miklu ódýrara í Costco en í verslunum ÁTVR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Costco hefur hafið sölu áfengis til einstaklinga hér á landi í netverslun sinni.

Til að panta áfengi þarf að stofna sérstakan aðgang að síðunni og stendur þetta til boða öllum þeim sem eru með einstaklings- eða fyrirtækjaaðildarkort hjá Costco, hafi þeir náð 20 ára aldri.

Með þessu eykst enn samkeppni í smásölu áfengis hér á landi, en auk ÁTVR sem hefur ríkiseinokun á staðarsölu í verslunum eru nokkrar netverslanir á borð við Sante, Heimkaup og Nýju vínbúðina fyrir á markaðnum.

Kaupin ganga þannig fyrir sig að kaupendur kaupa áfengi í netverslun Costco og sækja það sem í vöruhús fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Costco verða pantanir tilbúnar til afhendingar samdægurs.

Eyjan gerði handahófskenndan samanburð á verði áfengi milli ÁTVR og Costco. Einnig var skoðað verð í öðrum netverslunum hér á landi en nokkur misbrestur var á að þær vörur sem skoðaðar voru væru til sölu hjá Sante, Nýju vínbúðinni og Heimkaup. Í grófum dráttum má segja að af þremur síðastnefndu verslununum sé Sante ódýrast og Heimkaup dýrast. Hvorki Sante né Heimkaup bjóða upp á sterkt áfengi.

Verðsamanburður á völdum vörum milli ÁTVR og Costco:

Moet & Chandon Brut Imperial kampavín, 0,7 lítrar

ÁTVR:                  kr. 7.399
Costco:               kr. 6.699

Mismunur:          kr. 700
10,4%

Bollinger kampavín, 0,7 lítrar

ÁTVR:                  kr. 8.499
Costco:               kr. 7.699

Mismunur:          kr. 800
10,4%

Veuve Clicquot kampavín, 0,7 lítrar

ÁTVR:                  kr. 7.999
Costco:               kr. 6.999

Mismunur:          kr. 1.000
14,3%

Mionetto Prosecco freyðivín, 0,2 lítrar

ÁTVR:                  kr. 799
Costco:               kr. 546

Mismunur:          kr. 253
46,3%

Jack Daniels viský, 1 lítri

ÁTVR:                  kr. 12.199
Costco:               kr. 9.999

Mismunur:          kr. 2.200
22,0%

Tanqueray Ten gin, 1 lítri

ÁTVR:                  kr. 10.999
Costco:               kr. 9.799

Mismunur:          kr. 1.200
12,2%

Bombay Sapphire gin, 1 lítri

ÁTVR:                  kr. 12.099
Costco:               kr. 10.399

Mismunur:          kr. 1.700
16,3%

Absolut vodka, 1 lítri

ÁTVR:                  kr. 9.999
Costco:               kr. 9.399

Mismunur:          kr. 600
6,4%

Smirnoff vodka, 1 lítri

ÁTVR:                  kr. 8.899
Costco:               kr. 8.699

Mismunur:          kr. 300
3,4%

Remy Martin VSOP konjak, 0,7 lítrar

ÁTVR:                  kr. 10.999
Costco:               kr. 10.199

Mismunur:          kr. 800
7,8%

Hennessy VSOP konjak, 0,7 lítrar

ÁTVR:                  kr. 12.699
Costco:               kr. 9.499

Mismunur:          kr. 3.200
33,7%

Gull lite bjór, 0,5 lítra dós

ÁTVR:                  kr. 409
Costco:               kr. 367

Mismunur:          kr. 42
11,4%

Viking lite bjór, 0,5 lítra dós

ÁTVR:                  kr. 399
Costco:               kr. 333

Mismunur:          kr. 66
19,8%

Tuborg Classic bjór, 0,5 lítra dós

ÁTVR:                  kr. 439
Costco:               kr. 392

Mismunur:          kr. 47
12,0%

Budweiser bjór, 0,33 lítra flaska

ÁTVR:                  kr. 272
Costco:               kr. 225

Mismunur:          kr. 47
20,9%

Peroni bjór, 0,33 lítra flaska

ÁTVR:                  kr. 399
Costco:               kr. 321

Mismunur:          kr. 78
24,3%

Boli bjór, 0,5 lítra dós

ÁTVR:                  kr. 479
Costco:               kr. 433

Mismunur:          kr. 46
10,6%

Stella Artois bjór, 0,33 lítra flaska*

ÁTVR:                  kr. 399
Costco:               kr. 279

Mismunur:          kr. 120
43,0%

*Í þessu tilviki er bjórinn í ÁTVR 5% að styrkleika en í Costco er hann 4,8% að styrkleika.

Þá má geta þess að 0,44 lítra dós af Stella Artois kostar kr. 429 í ÁTVR en 0,568 lítra dós kostar kr. 383 í Costco. Lítraverðið er þarna kr. 1.026 í ÁTVR en kr. 674 í Costco. Lítrinn er því 52,2 prósent dýrari í verslunum ÁTVR en hjá Costco. Í báðum tilfellum er um bjór að styrkleika 4,6% að ræða.

Rétt er að geta þess að ávallt er hægt að kaupa eina pakkningu af hverjum áfengum drykk í verslunum ÁTVR á meðan almenna reglan er að kaupa þarf meira magn en eina pakkningu af bjór í Costco.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð