fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Fiskur og fé

Svarthöfði
Þriðjudaginn 13. júní 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskmeti og feitt kjet héldu lífi í okkar fámennu þjóð um aldir. Þó sjaldgæft væri að aðstæður gæfu tilefni til tilþrifa við matreiðslu var nokkur fjölbreytni undirbúning hráefnisins. Saltað, reykt, hangið, sigið og kæst – allt bar það merki þess að auka þurfti geymsluþol þess sem bera átti á borð. Nú er öldin önnur og víða á heimilum leynast matargerðarmenn sem töfra fram dýrlega rétti, hvort sem er úr kjeti eða fiski.

Svarthöfði var ekki sérlegur áhugamaður um fisk í æsku sinni. Það var helst ef á borðum var ýsa í raspi að hann lyfti brúnum. Síðar varð það skoðun Svarthöfða að það væri synd að sólunda veitingahúsaferð með því að panta fisk af matseðlinum. Eftir því sem árin hafa liðið af ævinni hefur þetta breyst og er svo komið að helst þarf fiskur að vera ítrekað í matinn í hverri viku og oftast valið úr fiskréttum á matseðlum veitingahúsa, þá sjaldan þau eru heimsótt.

Sú var tíðin að fiskur var ekki bara hollur heldur líka ódýr. Það hefur breyst. Hann er sennilega enn hollur en er nú orðinn munaðarvara og verðlagning hans sá þáttur sem helst hamlar því að fiskur sé í hvert mál. Nú mætti halda að það hefði þá gleðilegu aukaverkan að sjómenn beri meira úr býtum með hækkandi fiskverði. Það er hins vegar ekki að sjá. Vissulega eru kjör sjómanna sæmileg en einhverjir aðrir eru að maka krókinn í meira mæli en þeir gera.

Svarthöfði rak augun í frétt Morgunblaðsins af rekstri útgerðarfélags í sjávarplássi undan suðurströnd landsins. Þar segir frá hagnaði félagsins og að hann hafi numið sem svarar til 7,8 milljarða króna og hafi aukist um rúmlega þriðjung frá fyrra ári. Þetta er athyglisvert. Það skyldi þó ekki vera að útgerðarfélög þessa lands séu að raka til sín auknum tekjum í seinni tíð?

Það vakti ekki síður athygli að af fréttinni að dæma, gerir þetta útgerðarfélag upp rekstur sinn í Bandaríkjadölum. Skýtur það nokkuð skökku við því aðstandendur útgerðarfélagsins eru helstu bakhjarlar útgáfufélags Morgunblaðsins, sem barist hefur sleitulaust um árabil fyrir því að hér verði áfram haldið úti gagnslítilli og ónýtri mynt – íslensku krónunni.

Það eru greinilega uppgrip að vera í útgerð við strendur landsins og hafa aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna, svo að segja án teljandi endurgjalds. Nota svo afraksturinn til að kaupa hvert fyrirtækið af öðru í óskyldum rekstri, svo sem brauðgerð, kexverksmiðju, innflutning á mat- og munaðarvöru og … að ógleymdu blessuðu Morgunblaðinu sem stutt skal við hvað sem tautar og raular, í félagi við samlag skagfirskra bænda. Verja þarf nefnilega hagsmuni útgerðarinnar og krónunnar, þótt þeir noti hana ekki.

Í því sambandi minnir staða útgerðarfélagsins á vegprest: vísar veginn en fer hann ekki sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
17.11.2024

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg
EyjanFastir pennar
16.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
09.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?