fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ekki má afsaka eða reyna að réttlæta illt með öðru illu

Eyjan
Laugardaginn 10. júní 2023 16:55

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágætur maður og fyrrum skólabróðir, Sighvatur Björgvinsson, skrifaði grein í Morgunblaðið 17. maí sl. með fyrirsögninni „Dýravernd“.

Þessi grein mín hér, sem send var inn á Morgunblaðið 18. maí, fékkst ekki birt þar, þó svargrein væri, væntanlega vegna þess, að ritstjórn líkaði ekki efnistökin.

Eins og fram hefur komið, virðist ritskoðun Morgunblaðs fara vaxandi eftir að Fréttablaðið hætti. Nú má mikið einoka. Vont mál það.

En, sem betur fer, er þessi miðill enn til og verður það vonandi fyrst um sinn.

Sighvatur fjallaði í sinni grein um það, hvernig menn níðast á ýmsum dýrum, kvelja þau og limlesta, ýmist sér til skemmtunar og gleði, eða í atvinnu- og efnahagsskyni.

Talar hann þar fyrst um þær misþyrmingar og þá heiftarlegu meðferð, sem margur laxinn fær, hjá laxveiðimönnum, þar sem það tíðkast nú meir og meir, að fiskarnir séu veiddir, kannske kjaftvik, kjaftur eða kok meidd, særð og rifin, fiskurinn bugaður á allan hátt, til þess eins, að honum sé svo, hálf dauðum, sleppt aftur, jafnvel til þess eins að lenda í þessari illu meðferð, aftur og aftur.

Undirritaður er svo hjartanlega sammála Sighvati, að þetta er ljótur leikur og veiðimönnum ekki til sóma, heldur smánar og skammar. Einkum, þar sem í þessu felst engin þörf, heldur er þetta bara leikur manna að dýrinu og velferð þess. Ljótur leikur og lágkúrulegur.

Næst tekur Sighvatur fyrir loðnu. Hér gegnir nokkuð öðru máli. Loðnuveiðar eru mikilvægur atvinnuvegur landsmanna, eins og aðrar fiskveiðar í hafi og mikilvæg næring mannkyns. Verður vart séð, að unnt sé að innleiða í þær veiðar dýravelferðar sjónarmið, enda virðist almættið hafa stillt um lífríkinu með þeim hætti, að litlir fiskar éti ennþá minni, millistórir þá litlu og stærstu fiskarnir – eða þá mennirnir – hina. Þetta er lífskeðja skaparans.

Loks fjallar Sighvatur um hörmulegar veiðar á hreinkúm, en þær eru oft meiddar og særðar, án þess að drepast strax, sumar lifa  limlestar og bæklaðar til næst árs, þegar þær eru kannske loks endanlega drepnar. En það allra versta við þessar veiðar er þó það, að byrjað er að drepa kýrnar frá yngst 6-8 vikna kálfum, sem vitaskuld hafa enga burði til að standa á eigin fótum, allra sízt, þegar vetrar og harðnar í ári, enda ferst þá stór hluta þessara kálfa úr hungri, kulda og vosbúð.

Um þann hrylling, sem þessar hreindýraveiðar eru, hef ég skrifa margar greinar og háð baráttu við MAST, Fagráð um dýravelferð, UST og ráðherra um úrbætur, en því miður án árangurs.

Tek ég því hjartanlega undir þessi skrif Sighvats.

Nú vaknar hins vegar spurningin, af hverju Sighvatur er akkúrat nú að stilla þessu upp. Er það kannske til þess, að sýna, að önnur dýr en hvalir séu líka meidd og kvalin, sæti illum misþyrmingum manna.

Um þetta vil ég segja tvennt:

Aldrei má afsaka eða réttlæta það, sem illt er og ömurlegt með öðru, sem er illt og ömurlegt. 

Hvernig væri hægt að bæta úr og tryggja framfarir og betri heim, ef slík röksemdafærsla væri viðtekin og ætti að gilda!? 

Hinn punkturinn er, að greinarmun verður að gera á háþróuðum spendýrum, sem eru sköpuð eins og við, menn og önnur spendýr, og á t.a.m. fiskum, sem virðast einfaldari dýr, með kalt blóð, og, hugsanlega, ekki með jafn næmt skyn og tilfinningar. 

Þeir finna þó örugglega líka til, fyrir meiðingum og áverkum, enda hefur skaparinn gefið öllum lífverum tilfinningu, svo þær geti varið líkama sinn, eftir föngum.

Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”