fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

SAHARA styrkir stjórnendateymið

Eyjan
Fimmtudaginn 1. júní 2023 16:47

Jón Gísli Ström, Ágúst Örn Ágústsson, Eva Þorsteinsdóttir og Sigurður Svansson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír starfsmenn stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA hafa nú gengið til liðs við stjórnendateymi og eigendahóp fyrirtækisins sem „partners“. Þetta eru þau Eva Þorsteinsdóttir viðskiptastjóri, Ágúst Örn Ágústsson framleiðslustjóri og Jón Gísli Ström, stafrænn markaðsstjóri.

Sigurður Svansson framkvæmdastjóri SAHARA er ánægður með að fá þau til liðs við eigendahópinn. „Þau hafa öll gegnt lykilhlutverkum og búa yfir mikilli reynslu og þekkingu sem er afar mikilvæg fyrir fyrirtækið. Nú fá þau tækifæri til að vera virkir þátttakendur í uppbyggingu fyrirtækisins og koma að stefnumótun þess til framtíðar. Mannauður er það mikilvægasta sem við eigum og forsenda velgengni; því er dýrmætt að geta dregið fleiri að borðinu með ferskar hugmyndir og ný sjónarhorn til að vinna með eigendum að lykilverkefnum félagsins. Það er líka sérlega ánægjulegt fyrir okkur að kynna til leiks nýja partnera á þessum degi, því 1. júní markar nýjan kafla í sögu SAHARA. Við höfum uppfært ásýnd og áherslur fyrirtækisins, m.a. með nýju merki og litavali,“ segir Sigurður.

Eva Þorsteinsdóttir er menntuð í viðskipta- og markaðsfræði og kom til starfa hjá SAHARA fyrir tæpum sjö árum sem framleiðandi. Hún gegndi síðar starfi framleiðslustjóra en hefur nú í nokkur ár verið viðskiptastjóri í viðamiklum innlendum og erlendum verkefnum. Eva segir það búið að vera frábært að vera hluti af SAHARA og upplifa vöxt fyrirtækisins á undanförnum árum. „Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum með öllu þessu frábæra samstarfsfólki sem hvert og eitt býr yfir ótrúlegri þekkingu og afburða fagmennsku.“

Ágúst Örn lærði handritagerð og leikstjórn við Kvikmyndaskóla Íslands og hefur starfað hjá fyrirtækinu í rúm sex ár. Hann hóf sinn feril hjá SAHARA sem tökumaður og klippari en tók við stöðu framleiðslustjóra fyrir rúmum tveimur árum. „Ég er bæði stoltur og glaður á þessum tímamótum og ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í áframhaldandi vexti SAHARA á komandi misserum,“ segir Ágúst Örn.

Jón Gísli Ström nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands og stundaði síðan framhaldsnám í Bandaríkjunum samhliða því að spila fótbolta, en hér á landi lék hann bæði með ÍR og Fjölni. Hann starfaði sem markaðsstjóri hjá Ormsson áður en hann réðst til SAHARA fyrir þremur árum síðan. Jón Gísli kveðst fullur tilhlökkunar enda fjölmörg spennandi verkefni fram undan hjá Sahara á næstu misserum. „Við erum að innleiða nýjar stefnur og strauma til að gera fyrirtækið enn betur í stakk búið til að takast á við allar þær áskoranir sem fylgja sífellt örari þróun í hinum stafræna heimi.“

SAHARA sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu og framleiðslu. Hjá fyrirtækinu starfa nú rúmlega 30 manns, bæði hér á landi og á skrifstofu þess í Orlando í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum