fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Eyjan

Stóru bankarnir þrír fá ákúrur fyrir frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands – verklagi ábótavant hjá þeim öllum

Eyjan
Föstudaginn 26. maí 2023 17:02

.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verklagi Íslandsbanka við skilgreiningu viðskiptavina er verulega ábótavant og verklagi Landsbankans og Arion banka ábótavant að mati Fjármálaeftirlitsins. Þessu til viðbótar hefur Íslandsbanki skilað eftirlitinu röngum skýrslum um ónýttar útlánaheimildir.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans birti í dag athugasemdir við meðhöndlun Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka á meðhöndlun lítilla og meðalstórra félaga (e. SEM – small and medium sized enterprises) í útreikningi á eiginfjárþörf og notkun breytistuðla.

Fjármálaeftirlitið hóf í mars á síðasta ári athugun á verklagi stóru bankanna þriggja. Niðurstöður voru birtar eftir lokun Kauphallarinnar í dag og er verklagi ábótavant hjá þeim öllum. Sýnu verst virðist ástandið vera í Íslandsbanka.

Fundið er að verklagi Landsbankans og Arion banka við mat á því hvaða skuldbindingar eru tækar til lækkunar á áhættugrunni hafi verið ábótavant. Fleiri athugasemdir voru gerðar, auk kröfu um viðeigandi úrbætur.

Um Íslandsbanka segir að verklagi bankans við mat á því hvaða skuldbindingar eru tækar til lækkunar á áhættugrunni hafi verið verulega ábótavant. Ekki kemur fram hvort gerð hafi verið krafa um úrbætur.

Þessu til viðbótar segir Fjármálaeftirlitið að flokkun Íslandsbanka á ónýttum útlánaheimildum í COREP skýrslu hafi verið röng og ekki í samræmi við skráðar reglur.

Eyjan leitaði eftir viðbrögðum frá Íslandsbanka vegna þessa en engin svör höfðu borist kl. 17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Markaðurinn þarf ramma – mann langar að hafa eitthvað fallegt að horfa á

Heiða Björg borgarstjóri: Markaðurinn þarf ramma – mann langar að hafa eitthvað fallegt að horfa á