fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Stóru bankarnir þrír fá ákúrur fyrir frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands – verklagi ábótavant hjá þeim öllum

Eyjan
Föstudaginn 26. maí 2023 17:02

.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verklagi Íslandsbanka við skilgreiningu viðskiptavina er verulega ábótavant og verklagi Landsbankans og Arion banka ábótavant að mati Fjármálaeftirlitsins. Þessu til viðbótar hefur Íslandsbanki skilað eftirlitinu röngum skýrslum um ónýttar útlánaheimildir.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans birti í dag athugasemdir við meðhöndlun Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka á meðhöndlun lítilla og meðalstórra félaga (e. SEM – small and medium sized enterprises) í útreikningi á eiginfjárþörf og notkun breytistuðla.

Fjármálaeftirlitið hóf í mars á síðasta ári athugun á verklagi stóru bankanna þriggja. Niðurstöður voru birtar eftir lokun Kauphallarinnar í dag og er verklagi ábótavant hjá þeim öllum. Sýnu verst virðist ástandið vera í Íslandsbanka.

Fundið er að verklagi Landsbankans og Arion banka við mat á því hvaða skuldbindingar eru tækar til lækkunar á áhættugrunni hafi verið ábótavant. Fleiri athugasemdir voru gerðar, auk kröfu um viðeigandi úrbætur.

Um Íslandsbanka segir að verklagi bankans við mat á því hvaða skuldbindingar eru tækar til lækkunar á áhættugrunni hafi verið verulega ábótavant. Ekki kemur fram hvort gerð hafi verið krafa um úrbætur.

Þessu til viðbótar segir Fjármálaeftirlitið að flokkun Íslandsbanka á ónýttum útlánaheimildum í COREP skýrslu hafi verið röng og ekki í samræmi við skráðar reglur.

Eyjan leitaði eftir viðbrögðum frá Íslandsbanka vegna þessa en engin svör höfðu borist kl. 17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð