fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Búast við 13. hækkuninni í röð – tími til að skoða nýjan gjaldmiðil, segir Vilhjálmur Birgisson

Eyjan
Þriðjudaginn 23. maí 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnir í fyrramálið ákvörðun sína um stýrivexti bankans. Greiningardeildir allra stóru bankanna gera ráð fyrir að tilkynnt verði þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð og hækkunin verði heilt prósentustig.

Gangi þetta eftir verða stýrivextir Seðlabankans 8,5 prósent, en þeir voru 0,75 prósent í maí 2021 þegar vaxtahækkunarferlið hófst. Yrðu þá stýrivextirnir orðnir ríflega 11 sinnum hærri en þeir voru fyrir tveimur árum.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í samtali við Vísi í dag að í ljósi vaxtastefnu Seðlabankans sé kannski ekki skynsamlegt að gera langtímakjarasamninga. Einnig segir hann okkur komin á ögurstundu með að skoða upptöku nýs gjaldmiðils hér á landi. Einhver ástæða sé fyrir því að ástandið sé eins og það er.

Vilhjálmur bendir á að verðtryggingin sé mein sem geri Seðlabankanum og fjármálakerfinu kleift að hækka vexti svo mikið sem raun ber vitni. Nú verði fólkið vísað í verðtryggð lán, 600 milljarðar muni á næstu misserum fara úr óverðtryggðu yfir í verðtryggt.

Yfirlýsing peningastefnunefndar verður birt kl. 8:30 í fyrramálið og kl. 9:30 hefst vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni