fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Evrópsk samstaða

Eyjan
Laugardaginn 20. maí 2023 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar: 

Evrópuráðsfundurinn sem haldinn var á Íslandi í vikunni sem er að líða er áminning um að orðin frelsi, lýðræði og mannréttindi eru hlaðin merkingu og inntaki. Þau eru ekki léttvæg fundin, heldur standa þau fyrir gildi sem varða mannúð og virðingu fyrir réttindum allra í samfélaginu – og hverfast því ekki síður um jafnrétti og jöfnuð.

Það var heldur ekki stofnað til Evrópuráðsins af ástæðulausu. Það rekur sögu sína til seinni heimstyrjaldarinnar um miðja síðustu öld þegar frjálsar þjóðir stóðu frammi fyrir mannfjandsaamlegu einræði sem er til þess eins gert að hrifsa til sín öll völd og níðast á samborgurum sínum.

Og fundurinn er einmitt hrollvekjandi aðvörun um að þjóðir Evrópu mega aldrei sofna á verðinum í þessum efnum, jafnvel þótt friðurinn virðist vera tryggður um tíma. Hann er nefnilega aldrei ósvikull. Síðasti valdaræninginn er enn þá ófæddur. Og það sem verra er, fordómum og fyrirlitningu sem sækja næringu sína í upplýsingaóreiðu og þvaður í þokkalega góðum umbúðum, er heldur að vaxa ásmegin.

Sagan frá því um miðja síðustu öld er einmitt að endurtaka sig, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Lýðræðið á undir högg að sækja. Það þykir jafnvel bara leiðinlegt. Og heilbrigð skoðanaskipti, þar sem ólík sjónarmið takast á af virðingu fyrir tjáningafrelsi og fjölmiðlafrelsi, mæta í æ ríkari mæli tómlæti og skeytingarleysi. Það þykir miklu líklegra til vinsælda að veðja á eina umdeilda skoðun heldur en að umbera margar ígrundaðar hugmyndir.

Evrópsk varðstaða þarf því enn sem fyrr að leggja höfuðáherslu á megingildin. Stofnsamningur Evrópuráðsins er nefnilega enn í fullu gildi í allri hugssanlegri merkingu þess orðs.

Það er af þessum sökum sem einkar ánægjulegt er að sjá að varðstöðunni fylgir samstaða. Líklega hafa þjóðir Evrópu aldrei staðið þéttar saman en nú um stundir. Það undirstrikaði fundurinn í Reykjavík. Hann var táknmynd óbilandi trúar á að lýðréttindi eru það stjórnarfar sem hefur dugað okkur best og lengst. Hann birti okkur myndina af því að samstarf þjóða snýst ekki um að mæta með borðfánann til fundar, heldur lýtur það að innihaldsríku samtali og vinskap.

Í pólitískri umræðu á Íslandi hefur á stundum verið til siðs að gera lítið úr samstöðu af þessu tagi. Það hefur jafnvel mátt lesa um það nýlega í íslenskum dagblöðum að alþjóðahyggja sé beinlínis hættuleg litlu landi eins og Íslandi. Fullveldi sé öllu öðru mikilvægara.

En Reykjavíkurfundurinn sýnir okkur og sannar að þjóðir sem standa einar eru utanveltu. Þær græða ekkert á innantómu fullveldi. Þær eru ekkert án annarra þjóða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
EyjanFastir pennar
13.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
05.12.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
01.12.2024

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina
EyjanFastir pennar
24.11.2024

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
23.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar