fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Segir Dag nota „fatlað fólk sem skálkaskjól“

Eyjan
Þriðjudaginn 2. maí 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sakar Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, um að nota „fatlað fólk sem skálkaskjól“ þegar hann freistar þess að útskýra rekstrarhalla Reykjavíkurborgar á síðasta ári.

Skuldir aukist um nær 40 milljarða

Í dag fór fram fyrri umræða í borgarstjórn um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 en rekstrarhallinn nemur 15,6 milljörðum  sem er 13 milljörðum verri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá jukust skuldir borgarsjóðs um 30 milljarða milli ára en skuldir samstæðunnar um nær 40 milljarða.

„Við fjöllum hér um ársreikning sem fór 13 milljarða umfram áætlanir. Þetta eru gríðarlegir fjármunir og eðlilegt að spyrja hvar finna megi helstu frávikin frá áætlunum. Hvar fór borgin út af sporinu? Stærstu skýringuna má finna í auknum rekstrarkostnaði, sem vex ár frá ári. Borgarstjóri dregur hins vegar fram aðrar skýringar, segir borgina fara vel með fé, en framúrkeyrsluna skýrast af þjónustu við fatlað fólk. Jafnvel þó ítrekað hafi komi fram að sá málaflokkur skýrir aðeins 5% af framúrkeyrslunni“, sagði Hildur í ræðu sinni.

Benti hún á að málaflokkur  fatlaðs fólks fór 664 milljónir umfram fjárheimildir á árinu 2022. „Það er vægast sagt ósmekklegt hvernig borgarstjóri notar fatlað fólk sem skálkaskjól þegar hann þarf að verjast umræðu um óábyrgan rekstur borgarinnar. Reksturinn er vandamálið, ekki lögbundin þjónusta við fatlað fólk“, sagði Hildur enn fremur.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Skuldir og skattbyrði aukist hratt

Þá sagði hún að ef tímabilið sem Dagur B. Eggertsson hefur setið í borgarstjórastól sé skoðað þá veki athygli hvað skattbyrði og skuldir hafa aukist hratt.

­„Við sjáum að frá 2014 hafa skuldir á hvern borgarbúa aukist um 76,4% að raunvirði, og skattbyrði á hvern íbúa aukist um nær 20% að raunvirði. Tekjutuskan er undin til fulls, skuldir aukast á ógnarhraða, arðgreiðslur úr fyrirtækjum í eigu borgarinnar hækka í sífellu, en samt sem áður skilar borgin þessum fordæmalausa rekstrarhalla. Vandi borgarinnar er nefnilega ekki tekjuvandi, heldur útgjaldavandi“, sagði Hildur í ræðu sinni.

Hún sagði Sjálfstæðismenn kalla eftir ábyrgum og heiðarlegum viðbrögðum við rekstrarvandanum.

­„Við þurfum að ráðast í hagræðingar, minnka yfirbygginguna, greiða niður skuldir og hefja eignasölu. Það hefur raunar verið ánægjulegt að heyra oddvita Viðreisnar taka í sama streng, og væri óskandi að borgarstjóri talaði með sama hætti. Hvernig þau ætla að ná saman um viðbragð við vandanum er erfitt að sjá, enda borgarstjóri í fullkominni afneitun með stöðuna“, sagði Hildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð