fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Segja áform fjármálaráðherra fela í sér stjórnarskrárbrot og baka ríkinu bótaskyldu

Eyjan
Föstudaginn 12. maí 2023 12:13

Lífeyrissjóðirnir segja áform fjármálaráðherra fela í sér eignarnám sem sé andstætt stjórnarskrá. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu lífeyrissjóðir hafa fordæmt áform fjármálaráðherra um að takmarka ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs og segja slíkt fela í sér eignarnám og baka ríkinu bótaskyldu.

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um lagasetningu er varðar slit og uppgjör á ÍL-sjóði byggja á ófullnægjandi greiningu á lagalegum og fjárhagslegum þáttum og fela í sér tilraun til að sniðganga fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins, segir í tilkynningu frá lífeyrissjóðunum. „Fyrirhuguð löggjöf fæli í sér eignarnám, væri andstæð stjórnarskrá og til þess fallin að baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu sem kynni að hafa í för með sér veruleg viðbótarfjárútlát af hálfu ríkissjóðs í formi dráttarvaxta og kostnaðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í athugasemdum tuttugu lífeyrissjóða við áformaskjal ráðherra sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda.“

Í athugasemdum lífeyrissjóðanna tuttugu, sem LOGOS lögmannsþjónusta sendi í samráðsgáttina í dag, kemur jafnframt fram að áform fjármála- og efnahagsráðherra séu til þess fallin að kasta rýrð á orðspor íslenska ríkisins og trúverðugleika á fjármálamarkaði. Þau gætu raskað jafnvægi á fjármálamarkaði með ófyrirséðum afleiðingum fyrir eignaverð og hagsmuni fjárfesta.  Áform ráðherra séu því illa ígrunduð og geti kostað ríkið umtalsverðar fjárhæðir auk langdreginna málaferla bæði innanlands og erlendis

Lífeyrissjóðirnir sem standa að athugasemdunum eru:

  • Almenni lífeyrissjóðurinn
  • Birta lífeyrissjóður
  • Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
  • Eftirlaunasjóður F.Í.A.
  • Festa lífeyrissjóður
  • Frjálsi lífeyrissjóðurinn
  • Gildi lífeyrissjóður
  • Íslenski lífeyrissjóðurinn
  • Lífeyrisauki, séreignasjóður
  • Lífeyrissjóður bankamanna
  • Lífeyrissjóður Rangæinga
  • Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf.
  • Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar
  • Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
  • Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands
  • Lífsverk lífeyrissjóður
  • Lífeyrissjóður verslunarmanna
  • Lífeyrissjóður Vestmannaeyja
  • Stapi lífeyrissjóður
  • Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

Lögum samkvæmt er lífeyrissjóðum óheimilt að gefa eftir innheimtanlegar kröfur og því myndu samningar við ríkið um eftirgjöf á framtíðarvöxtum af skuldabréfum ÍL-sjóðs fela í sér umboðssvik af hálfu forsvarsmanna lífeyrissjóðanna. Umboðsskyldur þeirra gagnvart sjóðsfélögum eru í þessum efnum mjög skýrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti