fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Alvotech semur við Polifarma um markaðssetningu líftæknilyfjahliðstæðu í Tyrklandi

Ólafur Arnarson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 09:57

Alvotech var skráð á NAsdaq í New York í júní á síðasta ári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvotech tilkynnti í dag um undirritun samnings við Polifarma um markaðssetningu í Tyrklandi á AVT06, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Eylea (aflibercept).

„Það er okkur mikil ánægja að hefja samstarf við Polifarma um markaðssetningu á þessu fyrirhugaða lyfi við augnsjúkdómum,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. „Markmið okkar er að bæta aðgengi sjúklinga um allan heim að hagstæðum líftæknilyfjum. Þetta samstarf gerir okkur kleift að þjóna betur markaðnum í Tyrklandi, sem fer vaxandi.“

„Polifarma hefur unnið að því að bæta lýðheilsu og þjónað heilbrigðisgeiranum í 37 ár. Með samningnum við Alvotech aukum við úrval og framboð af lyfjum við augnsjúkdómum. Við erum mjög spennt að geta boðið þessa fyrirhuguðu líftæknilyfjahliðstæðu í Tyrklandi,“ segir Mehmet Asri, forstjóri Polifarma.

Samkvæmt samningnum mun Alvotech sjá um þróun og framleiðslu en Polifarma sér um skráningu og markaðssetningu í Tyrklandi.

Klínískar rannsóknir á AVT06 standa nú yfir. Í júli á síðasta ári tilkynnti Alvotech að hafin væri rannsókn á sjúklingum til að bera saman bera saman klíníska virkni, öryggi og ónæmingarverkun AVT06 og Eylea í sjúklingum með aldurstengda vota augnbotnahrörnun (AMD).

Polifarma er leiðandi fyrirtæki í sölu á lyfjum til spítala í Tyrklandi. Fyrirtækið var stofnað fyrir 37 árum og er að fullu í eigu tyrkneskra fjárfesta. Polifarma hóf þróun innrennslislyfja og færði svo út kvíarnar í öðrum lyfseðilsskyldum lyfjum. Nú hefur það markaðsleyfi fyrir um 600 lyf á 15 meðferðarsviðum. Lyfjaverksmiðja félagsins í Ergene er 77 þúsund fermetrar að flatarmáli og eru þar framleiddar um 350 milljónir pakkninga á ári. Polifarma þjónar jafnframt 70 erlendum mörkuðum. Félagið hefur sett sér það markmið að verða leiðandi lyfjafyrirtæki á heimsvísu fyrir árið 2025 og að viðhalda forskoti á sviði tækni og gæðamála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt