fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Margrét Anna skipuð sendiherra ELTA fyrir Ísland

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 11:02

Margrét Anna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Justikal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusamtökin í lögfræðitækni (ELTA) hafa skipað Margréti Önnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra og stofnanda Justikal, sem sendiherra samtakanna fyrir Ísland. Meginmarkmið ELTA er að efla tækni í lögfræðigeiranum í Evrópu. Samtökin taka virkan þátt í samfélagslegri og pólitískri umræðu í því skyni að tala fyrir hagsmunum og áhyggjum félagsmanna sinna og til að styrkja stöðu tækniþróunar á evrópskum mörkuðum.

Nýsköpunarfyrirtækið Justikal hefur þróað lausn fyrir stafrænt réttarkerfi sem gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt í samræmi við kröfur eIDAS reglugerðarinnar.

„Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir traustið sem ELTA sýnir mér með þessari skipan og er virkilega spennt fyrir framhaldinu. Þetta er einnig mikil viðurkenning fyrir Justikal og það starf sem þar hefur verið unnið undanfarin misseri sem miðar allt að því að auðvelda störf lögmanna með því að nýta tæknina til að stafvæða réttarkerfið. Sem stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal er ég heilluð af möguleikanum að efla tækni í lögfræðigeiranum og hlakka því mikið til að tengjast fagfólki frá Evrópu og öllum heimshornum á þessu sviði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum