fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Friðjón segir orðræðu Sólveigar Önnu vera ofbeldisfulla – Gefur lítið fyrir gagnrýni miðaldra Sjálfstæðisprins

Eyjan
Sunnudaginn 5. mars 2023 15:29

Friðjón R. Friðjónsson og Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, beita ofbeldishegðun og vísar þar til orðfæris hennar í yfirstandandi kjarabaráttu sem var oft á tíðum harkalegt.

Friðjón var einn af gestum Silfursins í morgun þar sem kjarabaráttan var rædd frá mörgum hliðum. Sagðist borgarfulltrúinn óttast þá „afmennskunarorðræðu“ sem kemur frá Eflingu og las hann síðan upp ýmis orð sem Sólveig Anna hefur látið falla undanfarna daga.

Á við hörðustu orðræðu kommúnista og fasista

„Andlega og siðferðislega snautt fólk, fyrirlitlegt fólk, enginn siðferðisáttaviti, engin skynsemi og vorkunn með manneskjum sem eru svona,“ voru meðal þeirra dæma sem Friðjón nefndi.

„Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í áratugi, meira segja þegar við horfum aftur til þriðja og fjórða áratugarins, þá er þetta harðasta orðræða hörðustu kommúnista og fasista á þeim tíma,“ sagði hann.

Friðjón sagði jafnframt að ef það væri talað svona um fólk á vinnustöðum þyrfti að kalla til sálfræðinga. „Við þurfum að skoða þetta aðeins. Þetta er ofbeldishegðun,“ sagði borgarfulltrúinn.

Gefur lítið fyrir gagnrýni „miðaldra Sjálfstæðisprins“

Sólveig Anna brást við þessum orðum Friðjóns á Facebook-síðu sinni með því að uppnefna borgarfulltrúann.

„Miðaldra Sjálfstæðisprins les ábúðarfullur í Silfrinu upp tilvitnaðir í mig. Hefur ekki orðið jafn leiður síðan á fyrri hluta síðustu aldar yfir orðfæri vondrar konu. En hann hefur ekkert að segja um níðingsskap Samtaka atvinnulífsins sem hafa greitt atkvæði um að reka 20.000 manneskjur launalausar heim í örvæntingu sinni yfir því að geta ekki gert kjarasamning,“ skrifaði Sólveig Anna.

Ánægð með gagnrýni á verkbannið

Hún hrósaði hins vegar Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata, fyrir að leggja áherslu á verkbann Samtaka atvinnulífsins.

„Segir, ólíkt Sjálfstæðisprinsinum sem vill bara segja söguna af því sem að gerist inn í hans eigin bitra haus, söguna af því sem að raunverulega skiptir máli: þeim fráleitu og glæpsamlegu aðstæðum sem ríkja í efnahagslegum raunveruleika verka og láglaunafólks. Þeim aðstæðum sem að vinir og félagar hneykslaða Sjálfstæðisprinsins bera ábyrgð á,“ skrifaði Sólveig Anna og sagði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”