fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Vilhjálmur Theodór ráðinn forstöðumaður sölu hjá Vodafone

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. mars 2023 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Theodór Jónsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður sölu hjá Vodafone. Um er að ræða forstöðumannastöðu innan fyrirtækisins þar sem lykiláhersla er að leiða söluleiðir á fjarskiptum og sjónvarpsáskriftum til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Kemur þetta fram í tilkynningu.

„Við erum einstaklega ánægð að fá jafn öflugan aðila og Vilhjálm Theodór til þess að leiða söluteymi Vodafone. Við erum sífellt að leita leiða til þess að skapa aukið virði fyrir okkar viðskiptavini bæði einstaklinga og fyrirtækja. Að fá Vilhjálm Theodór til þess að leiða söluteymi Vodafone til einstaklinga og smærri fyrirtækja styrkir okkur í þeirri sóknarvegferð,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu-og markaðsmála Vodafone.

Vilhjálmur Theodór hefur starfað lengi í fjarskiptum og verið deildarstjóri hjá Vodafone við sölu og þjónustu til fyrirtækja á fjarskiptalausnum. Nú tekur hann við sviði þar sem sala til einstaklinga og smærri fyrirtækja verður lykiláherslan ásamt hámarks nýtingu á tækni í söluferlum. Vilhjálmur Theodór er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur