fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Eyjan

Vilhjálmur Theodór ráðinn forstöðumaður sölu hjá Vodafone

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. mars 2023 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Theodór Jónsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður sölu hjá Vodafone. Um er að ræða forstöðumannastöðu innan fyrirtækisins þar sem lykiláhersla er að leiða söluleiðir á fjarskiptum og sjónvarpsáskriftum til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Kemur þetta fram í tilkynningu.

„Við erum einstaklega ánægð að fá jafn öflugan aðila og Vilhjálm Theodór til þess að leiða söluteymi Vodafone. Við erum sífellt að leita leiða til þess að skapa aukið virði fyrir okkar viðskiptavini bæði einstaklinga og fyrirtækja. Að fá Vilhjálm Theodór til þess að leiða söluteymi Vodafone til einstaklinga og smærri fyrirtækja styrkir okkur í þeirri sóknarvegferð,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu-og markaðsmála Vodafone.

Vilhjálmur Theodór hefur starfað lengi í fjarskiptum og verið deildarstjóri hjá Vodafone við sölu og þjónustu til fyrirtækja á fjarskiptalausnum. Nú tekur hann við sviði þar sem sala til einstaklinga og smærri fyrirtækja verður lykiláherslan ásamt hámarks nýtingu á tækni í söluferlum. Vilhjálmur Theodór er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins