fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Elín Hirst til liðs við Forsætisráðuneytið

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. mars 2023 09:52

Elín Hirst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Hirst er komin til starfa hjá Forsætisráðuneytinu, þar sem hún mun undirbúa fundaherferð og koma að gerð grænbókar og stefnumörkunar í sjálfbærnimálum. Elín greinir frá tímamótunum í færslu á Facebook.

„Ég hef fengið það frábæra verkefni hjá forsætisráðuneytinu  að undirbúa fundaherferð um landið með  Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og verkefnateymi Sjálfbærs Íslands.  Einnig mun ég hjálpa til við gerð grænbókar og stefnumörkunar í sjálfbærnimálum, þar sem ég get vonandi nýtt langa reynslu mína af þáttagerð í sjónvarpi um loftslag- og sjálfbærnimál með Sagafilm og RÚV.   Ráðningin er verktakaráðning til 3 mánaða.

Ég er mjög hreykin af þessum tímamótum á starfsferlinum.  Hér með forsætisráðherra og Sóleyju Smáradóttur á Hringbraut, nýlega.“

Elín sem er fjölmiðlafræðingur og sagnfræðingur að mennt var síðast hjá Torgi ehf. sem rekur Frétta­blaðið, fretta­bladid.is, dv.is og Hring­braut. Hún hóf feril sinn í fjölmiðlum árið 1984 og hefur meðal annars stýrt frétta­stofum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og frétta­stofu Sjón­varpsins (RÚV). Elín vann í fjögur ár við fram­leiðslu sjón­varps­efnis hjá Sagafilm ehf og var um um tíma þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum