fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Draumurinn um einkarekna spítalann úti – Mosfellsbær fer fram á nauðungarsölu

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 27. febrúar 2023 15:02

Athafnamaðurinn Sturla Sighvatsson stóð á bak við verkefnið sem aldrei komst af stað

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mosfellsbær hefur farið fram á nauðungaruppboð á lóð úr landi Sólvalla í sveitarfélaginu sem er í eigu fyrirtækisins Sólvellir – heilsuklasi ehf. Fyrirtækið, sem er í eigu athafnamannsins Sturla Sighvatssonar, hafði metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu einkarekins spítala og hótel á landinu en þær hafa runnið út í sandinn.

Fjárfesting upp á 50 milljarða

Upphafsmaður verkefnisins var Hollendingurinn Henri Middeldorp sem í júlí 2016 undirritaði leigusamning við Mosfellsbæ til 99 ára um landið fyrir hönd félagsins MCBP ehf. og var sá samningur með kauprétt að landinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Middeldorp hugðist, ásamt innlendum og erlendum aðilum, fjárfesta í einkareknum spítala og hóteli fyrir rúma 50 milljarða króna. Átti spítalinn fyrst og fremst að þjónusta erlenda sjúklinga og vera með 150 herbergjum. Hótelið átti að vera 250 herbergja og var ráðgert að verkefnið myndi skapa um 1.000 ný störf.

Gert var ráð fyrir metnaðarfullri uppbyggingu á landi Sólvalla Mynd/Stefán

Kári Stefáns reif í sig hugmyndina

Málið varð fljótt afar umdeilt og var mikið fjallað um það í fjölmiðlum. Meðal annars skrifaði Kári Stefánsson grein þar sem hann fullyrti að „útlendingaspítalinn“ myndi ganga af íslensku heilbrigðiskerfi dauðu. Segja má að tvær ástæður hafi verið fyrir því að fregnir af verkefninu féllu í grýttan jarðveg. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er viðkvæmt mál hér á landi en ekki síður var Middeldorp dularfullur í meira lagi.

Fljótlega fóru að berast fregnir af því að hann hefði sett sig í samband við fjölda aðila hér á landi, kynnt fyrir þeim verkefni og sagst vera með fjársterka aðila á bak við sig. Engin slík áform höfðu þó raungerst og var hann meðal annars sakaður um að hafa blekkt hugsanlega meðfjárfesta í öðrum verkefnum.

Fjaraði út fljótlega eftir undirskrift

Verkefnið í Mosfellbæ átti að vera fjármagnað með láni frá félaginu Burbanks Capital í Hollandi sem var sagt vera fjármagnað af fjársterkum aðilum. Hollendingurinn varðist þó allra fregna um hverjir þessir aðilar væru. Á heimasíðu fyrirtækisins var meðal annars fullyrt að það væri í samvinnu við kísilframleiðandann Silicor Materials.

Aðeins rúmum tveimur mánuðum eftir undirskrift lóðarleigusamningsins fór að hrikta í stoðum verkefnisins. Íslendingar í stjórn MCPB ehf, sem tengdust VHE-vélaverksmiðju Hjalta Einarssonar ehf. og áttu að eiga tveggja prósenta hlut, drógu sig úr verkefninu. Verkefnið fjaraði því fljótt út og ekkert hefur spurst til Middeldorp síðan.

Sturla eygði tækifæri

Nokkru síðar virðist athafnamaðurinn Sturla Sighvatsson hafa eygt tækifæri í uppbyggingu á lóðinni. Hann eignaðist MCPB ehf. í gegnum tvö einkahlutfélög og breytti nafni fyrirtækisins í Sólvellir – Heilsuklasi ehf. Lítið hefur þó komið fram um byggingaráform á lóðinni enda hefur fasteignaveldi Sturlu hrunið á undanförnum árum.

Sturla Sighvatsson

Sjá einnig: Fasteignaveldi Sturlu að hruni komið: Enn fleiri eignir á nauðungarsölu.

Reyndu að fella niður samninginn

Í lok árs 2019 fjallaði Fréttablaðið um að Mosfellsbær hefði falið bæjarlögmanni sínum að fella niður 99 ára leigusamninginn við Sólvelli – Heilsuklasa ehf. á grundvelli þess að engar framkvæmdir voru hafnar á landinu. Ákvæði í leigusamningum sagði að framkvæmdir þyrftu að hefjast innan tveggja ára en þrjú og hálft ár var liðið frá undirrituninni þegar bærinn greip til aðgerða.

Bænum varð ekki ágengt að fá leigusamninginn felldan niður og hefur því nú kosið að fara fram á nauðungarsölu landsins. Að óbreyttu fer uppboðið fram þann 1. mars næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð