fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sólveig Anna lætur „vitfirringa og strengjabrúður“ heyra það

Eyjan
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 11:00

Sólveig Anna - Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast að „vesældómi einnar manneskju“ sé slegið upp sem frétt á helstu miðlum landsins. Vísar verkalýðsleiðtoginn þar í fréttir ýmissa miðla um að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, sé þeirrar skoðunar að komi til verkbanns atvinnurekenda eigi Efling að greiða félagsmönnum sínum laun úr verkfallssjóði sínum.

Alls eru Eflingar-meðlimir fleiri en 20.000 og því ljóst að standi verkbann yfir í einhvern tíma myndi verkfallssjóður Eflingar tæmast hratt og gæti þar með verkfallsvopn verkalýðsfélagsins orðið bitlítið í kjölfarið.

„Ekki mönnuðum vitfirringum og strengjabrúðum“

Sólveig Anna bendir á að Agnieszka eigi ekki sæti í Vinnudeildasjóði félagsins og virðist verkalýðsleiðtoginn því feginn. „Sem betur fer er stjórn Vinnudeilusjóðs Eflingar ekki mönnuð vitfirringum og strengjabrúðum sturlaðrar yfirséttar heldur fullorðnu fólki sem skilur ábyrgð sína í grafalvarlegu ástandi, hefndaraðgerð hinna ríkustu gagnvart þeim sem minnst eiga. Hefndaraðgerð sem afhjúpar með öllu grimmd og mannhatur þeirra sem telja sig eigendur alls á þessu landi.“+

Agnieszka Ewa Ziólkowska

Eins og alþjóð veit hefur Sólveig Anna átt í hatrammum átökum við Agnieszku sem og Ólöfu Helgu Ad­olfs­dótt­ur, rit­ara Efl­ing­ar. Í vikunni var greint frá því að Ólöf Helga hefði höfðað mál fyr­ir Fé­lags­dómi á hend­ur Alþýðusam­bandi Íslands (ASÍ), Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins (SA) og ís­lenska rík­inu og krafist þess að kosið verði um miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara.

„Vitið er ekki meira en guð gaf“

Um miðnætti í gær skrifaði Sólveig Anna harðorða færslu gegn þeim stöllum.

„Aumingja Agnieszka Ewa og Ólöf Helga. Þær ætluðu sér stóra hluti í verkalýðshreyfingunni. Ætlu„ðu að stýra Eflingu og sjálfu Alþýðusambandinu. Hvattar til dáða af SGS-formanna-hirðinni og hinum og þessum innan úr skrifstofuvirkinu. Og svo auðvitað íslensku auðvaldi og áróðursriti þess, Morgunblaðinu. Og hinum duglausu og erindislausu hægri-krötum sem skilja afskaplega fátt í veröldinni, efnahagslega réttlætisbaráttu vinnuaflsins minnst af öllu. Tvær konur, aðeins með hæfileika til eins, að láta etja sér á foraðið. Aftur og aftur,“ skrifaði Sólveig Anna.

Ólöf Helga Adolfsdóttir. Mynd: Ernir

Sagði hún þær breiða út boðskap fagnaðarerindis Halldórs Benjamíns um að forysta Eflingar ætti að hlýða „trylltri auðstéttinni“.

Hjólaði Sólveig Anna ennfremur í fjölmiðla fyrir að birta fréttir um skoðanir Agnieszku Ewu og Ólafar Helgu.

„Agnieszka Ewa og Ólöf Helga hafa það sem einhverskonar afsökun að vitið er ekki meira en guð gaf; hver er afsökun fjölmiðla að taka þátt í þessu aumkunarverða rugli?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“