fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

„Þú vílar ekki fyrir þér að ata fólk auri og ástunda rógburð og haga þér eins og versti mykjudreifari með skrifum þínum“

Eyjan
Mánudaginn 20. febrúar 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ekki ánægður með Gunnar Smára Egilsson, einn stofnanda Sósíalistaflokksins, ef marka má harðorða athugasemd sem Vilhjálmur skrifaði við nýlega Facebook-færslu Gunnars.

Gunnar Smári skrifaði í færslu í gær á Facebook að „pólitískt ofstopastríð Samtaka atvinnulífsins gegn launafólki“ eigi líklega eftir að kosta fyrirtækin í landinu tugi milljarða á næstu dögum. Það myndi hins vegar aðeins kosta þessi fyrirtæki 6 milljarða að verða við kröfum Eflingar. Segir Gunnar að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hafi lofað Vilhjálmi Birgissyni að semja ekki við Eflingu.

Vilhjálmur svaraði þessari ásökun í langri athugasemd við færsluna.

„Ég spyr þig Gunnar Smári, hvað rekur þig til að halda fram þessum síendurtekna rógburði gagnvart 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins?Þú vílar ekki fyrir þér að ata fólk auri og ástunda rógburð og haga þér eins og versti mykjudreifari með skrifum þínum.“

Rógburður sem er engum til gagns

Vilhjálmur segir að samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) hafi ekki verið að hugsa um hvað önnur félög gætu samið um þegar gengið var frá samningi SGS við Samtök atvinnulífsins. Efling hafi þó ekki viljað vera með í samfloti – sem sé þeirra réttur.

„Allir sem eitthvað þekkja til kjarasamningsgerðar vita að svona rógburður eins og þú ástundar með þessari frétt á ekki við rök að styðjast og er engum til gagns.“

Vilhjálmur vísar til Lífskjarasamningsins sem gerður var árið 2019 í samfloti SGS, VR og Eflingar.

„Þar var, eins og áður hefur komið fram, samflot allra félaganna, nema iðnaðarmannafélaganna, RSÍ og Samiðnar.
Allir aðilar skrifuðu undir Lífskjarasamninginn, en iðnaðarmannafélögin áttu þá eftir að semja í kjölfarið.
Hvað gerðist hjá þeim?! Jú, þeir þurftu að skrifa undir nákvæmlega það sama og Lífskjarasamningurinn kvað á um.
Með öðrum orðum, þeir fengu ekkert meira en það sem Efling, VR og SGS höfðu áður samið um í Lífskjarasamningnum.“

Iðnaðarmannafélögin hafi reynt í rúman mánuð að fá meiri kjarabætur en kveðið var á um í Lífskjarasamningnum en það ekki gengið.

„Ætlar þú að halda því fram að Efling hafi tekið loforð af Samtökum atvinnulífsins þess efnis að iðnaðarmannafélögin mættu alls ekki fá meira en Lífskjarasamningurinn kvað á um?
Tók Efling samningsréttinn af iðnaðarmannafélögunum með því að semja á undan þeim eins og þú og fleiri eruð að saka okkur í SGS um að hafa gert vegna þess að við sömdum á undan Eflingu sem vildi ekki semja nema ein og sér?
Var Efling að troða Lífskjarasamningnum ofan í kok á iðnaðarmönnum með því að semja á undan þeim?“

Skýr vinnuregla um markaðar línur

Samtök atvinnulífsins hafi þó sagt það sama við iðnaðarmenn þá og þeir hafa sagt við Eflingu núna. Það verði ekki samið um meira en samið hafi verið við aðra um.

„Svo kemur þú fram enn og aftur með þennan rógburð, sem er þér til skammar!
Það er einnig rétt að rifja upp að Lífskjarasamningurinn sem Efling, VR og SGS gerðu árið 2019 var algert viðmið í öllum kjarasamningum sem gerðir voru við aðra, bæði á opinbera vinnumarkaðnum og almenna vinnumarkaðnum.“

Aðeins eitt félag hafi samið út fyrir línu Lífskjarasamningsins og það hafi við BHM og hafi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnt það harðlega.

Það sé því merkilegt að Vilhjálmur þurfi að sitja undir því að vera sakaður um að hafa tekið loforð af Halldóri Benjamín um að ekki yrði samið við Eflingu, þegar það hafi verið Efling sem á sínum tíma var ósátt með að ekki hafi allstaðar verið samið eftir Lífskjarasamningnum árið 2019.

„Það er hinsvegar rétt að árétta að það hefur alltaf verið vitað að Samtök atvinnulífsins hafa ætíð haft það fyrir skýra vinnureglu að þegar þau semja við stóra hópa á íslenskum vinnumarkaði þá sé það sú lína sem þeir munu fara eftir í þeim samningum sem á eftir koma. Það hefur ekkert með stéttarfélögin að gera enda er það alfarið ákvörðun SA.
Ég frábið mér að þurfa að svara fleiri rangfærslum, rógburði og öðrum ósannindum sem spretta úr þessari átt!

Ég mun ekki elta ólar við skítkastið sem mun halda áfram þar sem sannleikurinn er algert aukaatriði enda sumir snillingar í að kynda undir rógburð og hinar ýmsu samsæriskenningar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi