fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Útgefendur finna nú þegar fyrir niðurskurði til skólabókasafna í Reykjavík, segir Heiðar Ingi Svansson

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 9. desember 2023 12:00

Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innkaup skólabókasafna á Norðurlöndum eru hluti af bókmenntastefnu landanna en hér á landi er nú verið að vinna bókmenntastefnu i menningarráðuneytinu en vandamálið við það er að skólabókasöfn heyra undir menntamálaráðuneytið og því eru skólabókasöfnin ekki hluti af bókmenntastefnu hér á landi. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir útgefendur finna fyrir niðurskurði Reykjavíkurborgar á fjárveitingum til skólabókasafna. Heiðar Ingi er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Heiðar Ingi Svansson - Námsbókaútgáfa.mp4
play-sharp-fill

Heiðar Ingi Svansson - Námsbókaútgáfa.mp4

Það verður að taka á innkaupum og aðgengi nemenda að bókum í gegnum skólabókasöfn. Það er stórt vandamál. Það veit enginn hver staðan er í þeim málum. Það er ekki kortlagt. Skólabókasöfn eru á ábyrgð sveitarfélaganna og það er í rauninni ekkert yfirlit yfir það. Við vitum þó að við mælum niðurskurð hjá Reykjavíkurborg. Alveg þar til núna á þessu ári var Reykjavíkurborg með aukafjárveitingu þar sem skólarnir fengu sérstaka fjárveitingu til þess að þeir gætu keypt nýjar bækur þegar þær koma út, sem sagt á haustin, sem fóru þá strax inn á skólabókasöfnin. Þegar barnabókahöfundar voru að kynna bækurnar sínar gátu nemendur farið á bókasöfnin og fengið þær,“ segir Heiðar Ingi.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Núna er þessi upphæð komin inn í reikningslíkanið sem skólarnir fá úthlutað þannig að nú eru það skólastjórnendur í hverjum skóla fyrir sig sem ákveða hvort fjármunirnir fara í þetta eða hitt. Áður var þetta eyrnamerkt og þetta var aukafjárveiting, ofan á annað. Við erum að sjá nú þegar á þessu ári minnkun vegna þess að Reykjavík er náttúrlega svo stór aðili.“ Heiðar Ingi segir þetta snúa beint að félagslegum og efnahagslegum þáttum hjá fólki sem stendur höllum fæti með börn í grunnskólum.

Klárlega skiptir það miklu máli þegar barnabókahöfundur er að kynna nýja bók, sérstaklega þegar um efnaminni foreldra er að ræða, að hægt sé að fara inn á bókasöfn og bókin sé aðgengileg þar. Þetta held ég að hafi mikið með lesskilning að gera. Það byrjaði eftir hrun, einhver þróun þar sem þegar það þurfti að hagræða í skólunum, þá var auðvelt að taka starfsmann í skóla sem var í fullu starfi að sjá um skólabókasafn – og ekki gleyma því að mínu mati eru skólabókasöfnin hjarta hvers skóla – og minnka það niður í hálft starf eða 25 prósent starf,“ segir Heiðar Ingi.

Síðan er það þannig að innkaup skólabókasafna, og reyndar innkaup almennra bókasafna líka, eru nokkuð sem þarf að taka á í bókmenntastefnunni sem verið er að gera vegna þess að það eru engar reglur. Ef þú myndir spyrja mig: Hvað eru skólabókasöfn að kaupa mikið af bókum á ári? Ég hef ekki hugmynd um það vegna þess að það er enginn sem heldur utan um það.“

Heiðar Ingi segir innkaup skólabókasafna á Norðurlöndunum vera hluta af bókmenntastefnu. „Ég hef alveg trú á þeirri vinnu sem verið er að vinna inni í menningarráðuneytinu. Eina vandamálið við þessa bókmenntastefnu hefur með skiptingu ráðuneyta að gera. Því miður er námsbókaútgáfan hjá öðrum ráðherra; hún er hjá menntamálaráðherra, ekki menningarráðherra. Þar af leiðandi er námsbókaútgáfan ekki hluti af þessari bókmenntastefnu sem verið er að vinna.

Það liggur fyrir frumvarp núna hjá allsherjarnefnd Alþingis, sem ég hef meðal annars, fyrir hönd íslenskra bókaútgefenda, gert athugasemdir við. Það er verið að stofna nýja stofnun, sem á að taka við af Menntamálastofnun, og því miður virðist ekki eiga að nota tækifærið, nema þá að hluta til. Það er sagt frá því í greinargerð að það eigi að endurskoða námsbókaútgáfu en það er ekki tilgreint í lögunum og það er ekki tímasett og það er ekki heldur bundið neitt fjármagn við það. Nú skora ég á fulltrúa í allsherjar- og menntamálanefnd að nota þessa niðurstöðu úr Pisa sem tækifæri til að tímasetja breytingar á námsbókaútgáfu og lögfesta það,“ segir Heiðar Ingi Svansson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture