fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Skakki turninn í Písa

Eyjan
Laugardaginn 9. desember 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með reglulegu millibili eru birtar niðurstöður í Písakönnunum og Ísland stendur sig átakanlega illa. Drengir hafa mun verri les- og málskilning en stúlkur og standast jafnöldrum sínum annars staðar ekki snúning. Þessu fylgir umræða í fjölmiðlum þar sem safnað er saman pólitíkusum, almennum gáfumennum og skólafólki. Niðurstaðan er venjulega sú að þessi þróun sé skólakerfinu að kenna.

Mjög stór hluti íslenskra drengja eyðir fleiri klukkustundum á dag í heimi tölvuleikja. Þeir sitja með heyrnartæki og spjalla við félagana á óskiljanlegu tungumáli sem er blanda af ensku og íslensku og skammstöfunum.

Síminn er helsta tjáskiptaform þessara stráka. Þeir skiptast á stuttum athugasemdum þar sem úir og grúir af enskum skammstöfunum og enskuslettum. Unglingar lesa ekki eins mikið og áður enda er bókin á hröðu undanhaldi fyrir tölvusamskiptum og tölvuleikjum. Mikið er horft á stutt myndskeið í símanum sem venjulega eru á ensku.

Tölvuleikir eru verkfæri djöfulsins. Þeir eru ávanabindandi og forheimskandi. Markhópurinn eru ungir karlmenn sem ánetjast leikjunum og hverfa inn í gerviheim sem fullnægir þörf þeirra fyrir spennu og stöðuga umbun. Tölvuheimur klámsins fræðir þá um kynlíf og samskipti kynjanna. Smám saman ganga þeir algjörlega í björg og hverfa úr öðru mannlegu samfélagi inn í gerviveröld tölvunnar þar sem þeir eru öruggir og líður vel. Venjulegt líf veldur þeim kvíða og angist sem síðan er meðhöndlað með þunglyndislyfjum og amfetamíni (adhd-lyfjum). Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur hefur árangur annarra þjóða versnað í takt við aukna farsímaeign unglinga.

Þetta er ekki sök skólanna heldur heimilanna sem láta óhefta tölvu- og símanotkun afskiptalausa. Tölvuleikir og enskuskotin samskipti í þröngum heimi við jafningja sína eru orsökin fyrir hörmulegu gengi í Písakönnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
27.11.2024

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
24.11.2024

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
19.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
17.11.2024

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg