fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Vistkerfi bókaútgáfu er að breytast hratt, segir Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. desember 2023 19:00

Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vistkerfi bókaútgáfu hér á landi og annars staðar hefur breyst á undanförnum árum og Covid hafði mikil áhrif. Þýðingar eiga undir högg að sækja og kiljusala hefur engan veginn náð sér á strik eftir Covid. Streymisveitur hafa breytt bókamarkaðnum. Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri Iðnú útgáfu og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Heiðar Ingi Svansson - Munstur bókaútgáfunnar.mp4
play-sharp-fill

Heiðar Ingi Svansson - Munstur bókaútgáfunnar.mp4

Munstur bókaútgáfu hefur verið að breytast mjög mikið. Innkoma hljóðbóka og Storytel á markaðinn hefur haft mjög mikil áhrif á íslenskan bókamarkað, kannski ekki eins mikil áhrif á jólabókaútgáfuna og jólamarkaðinn eins og einhverjir reiknuðu með,“ segir Heiðar Ingi.

Þú gefur ekki svo auðveldlega streymi í jólagjöf?

Nei, nei, en þú getur gefið lesbretti, það er alveg gjöf. En það er ákveðin íhaldssemi, við erum bókaþjóð og þetta jólabókaflóð og þessu útgáfa fyrir jólin á sér langa sögu og hefð og hefur tilfinningalegt gildi líka. Mín tilfinning er sú að sala söluhæstu titla hefur verið að minnka og markaðurinn hefur verið að breytast. Það er minna selt af þýðingum. Fyrir ekkert mjög löngu voru þýðingar dálítið stór hluti, vandaðar þýðingar í innbundnum útgáfum á metsölulistum. Svo færðist þetta í kiljur og kiljuútgáfan hefur tekið miklum breytingum og er í mestri samkeppni við streymið,“ segir Heiðar Ingi.

Svo varð dálítið drastísk þróun með kiljur í Covid þegar búðirnar voru jafnvel lokaðar og stærsti einstaki söluaðili kilja á Íslandi er bókabúðin í Leifsstöð og hún var lokuð í Covid. Þá var eitthvað trend byrjað, áskriftafjöldinn hjá Storytel var að aukast og svo gerist það bara á sama tíma að allir eru heima hjá sér, lokaðir inni og ekki hægt að fara út í bókabúð eða til útlanda. Þá kemur Storytel sterkt inn. Þetta var kannski þróun sem var byrjuð en þarna gerðist svo mikið á skömmum tíma. Síðan hefur kiljusala ekkert náð sér eftir það,“ segir Heiðar Ingi og bætir því við að alveg megi spyrja sig hvort hluti af þessi hafi verið alveg eðlileg þróun.

Við erum að horfa á að bókaútgáfa alls staðar í kringum okkur er á miklum tímamótum, er á fleygiferð og breytingar gerast mjög hratt. Þetta gerist líka í löndunum í kringum okkur. Eins og hér á Íslandi má segja að vistkerfi bókaútgáfu í þessum löndum hafi verið óbreytt í nokkuð langan tíma. Kjarninn í því hér á Íslandi er jólabókaútgáfan. Ef hún breytist verulega, minnkar – það eru einhver mörk, ef þú ferð undir þau, ef bókaútgáfa fyrir jólin dregst ákveðið mikið saman þá er farið að hrikta í stoðum þessa vistkerfis.“

Hlaðvarpið verður aðgengilegt hér á Eyjunni kl. 12 á hádegi á morgun, laugardaginn 9. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“
Hide picture