fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

Inga segir ríkisstjórnina ákvarðanafælna og sýna af sér aumingjaskap

Eyjan
Þriðjudaginn 5. desember 2023 09:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist sem ríkisvaldinu skorti aldrei fjármuni þegar kemur að því að deila út peningum til auðmanna og fyrirtækja sem raka hverjum milljarðinum á fætur öðrum í sjóði sína í hreinan hagnað árlega.

Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og þingmaður, í grein í Morgunblaðinu í dag en hún ber yfirskriftina „Köld jól?“.

Inga segir það alltaf jákvætt þegar vel gengur en það verði einnig að taka tillit til þess þegar kemur að úthlutun á almannafé og segir svo: „Hvaða sturlun er það t.d. að almenningur greiði ríflega hundrað milljónir til að styrkja einkarekinn fjölmiðil í eigu milljarðamærings? Milljarður var settur í að styðja við bílaleigur sem skiluðu methagnaði á árinu. Styrkur til að aðstoða við kaup á rafbílum. Annar milljarður klæddur í græna kjólinn til að styðja við orkuskipti útgerðarinnar sem hefur skilað tugum milljarða í arð. Fyrirtæki sem maka krókinn á „sameiginlegum auðlindum okkar“ og hafa rúmlega bolmagn til að borga fyrir sig sjálf.“

Hún segir síðan að það sé eins og ekkert eftirlit sé með hvernig peningunum er varið, „eða með öðrum orðum, hvar helst sé þörf á útdeilingu peninganna okkar til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Tugir milljarða fara í það sem ég kalla hreint og klárt bruðl enda setur Flokkur fólksins fólkið í fyrsta sæti en myndi aldrei eyða fé í tilhæfulausar snobbráðstefnur til að sýnast eitthvað stórt á alþjóðavettvangi. Við einfaldlega erum pínulítið örríki og því fyrr sem það er viðurkennt því betra fyrir alla. Það er því óverjandi hvernig stjórnvöld eru útbelgd af mikilmennskubrjálæði á kostnað okkar minnstu bræðra og systra.“

Nefnir hún síðan kostnaðinn við það sem hún kallar „bruðlráðstefnu Evrópuráðsþingsins“ í Hörpu í haust og segir hana hafa kostað skattgreiðendur milljarða króna.

Því næst víkur hún að málefnum hælisleitenda og segir: „16 milljarðar á ári fara nú í úrvinnslu umsókna hælisleitenda um alþjóðlega vernd. Málaflokkur sem kostaði 500 milljónir fyrir ekki svo löngu. Ástæðan er ákvarðanafælni og aumingjaskapur ríkisstjórnarinnar við að koma böndum á málaflokkinn.“

Hún segir síðan að alltaf virðist vera til nægir peningar handa auðvaldinu og snobbinu en þegar komi að því að rétta sárafátæku fólki hjálparhönd þá ríki skyndilega gríðarleg festa í ríkisfjármálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu