fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Varar við því að ruglið verði endurtekið

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 31. desember 2023 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson lýsir þeirri von sinni að Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir þiggi frekar ráð og leiðsögn í komandi kjarasamningum frá Vilhjálmi Birgissyni en herskáustu ráðgjöfum sínum – þá sé von til að hér náist vitrænir kjarasamningar sem geti stuðlað að stöðugleika og verðbólguhjöðnun í stað þess að gerðir verði kjarasamningar sem reynist atvinnulífinu ofviða.

Í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut varar Ólafur við því að gerðir verði samningar í anda „lífskjarasamninganna“ 2019, sem hann segir hafa einkennst af uppgjöf samningamanna Samtaka atvinnulífsins – samið hafi verið um styttingu vinnuviku, lengingu orlofs og hækkun launa langt umfram hagvöxt og afkomu atvinnufyrirtækja landsins. Afleiðingarnar hafi ekki látið á sér standa. Þeir sem gátu hækkað verð gerðu það og aðrir þjáðust. Niðurstaðan varð kunnugleg fyrir fólkið í landinu: Verðbólga, vaxtahækkanir og lækkandi ráðstöfunartekjur.

Meðal margra forráðamanna fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins byrjaði að krauma mikil óánægja og menn nöguðu sig í handarbökin fyrir að hafa látið samninga af þessu tagi fara svona í gegn. En við því var ekkert að gera annað en horfa fram á veginn. Reiði beindist gegn helstu samningamönnum Samtaka atvinnulífsins, þeim Halldóri Benjamín Þorbergssyni og Ásdísi Kristjánsdóttur. SA hafa aldrei látið fólk fara með látum frá sér heldur ýtt því kurteislega út. Það gerðist og Halldór fékk forstjórastöðu í skráðu fyrirtæki á markaði og Ásdís bjargaði sér tímanlega yfir á pólitíska sviðið og er nú bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Væntanlega mun hún sýna meiri ráðdeild í störfum sínum þar en hún gerði sem hagfræðingur SA,“ skrifar Ólafur.

Hann segir Sigríði Margréti Oddsdóttur, nýjan framkvæmdastjóra SA vera vel menntaða og reynslumikla en hún hafi átt afleita innkomu í deilu flugumferðarstjóra í desember með aulabrandara um að „gefa þeim kartöflu í skóinn“. Hann á þó von á því að Sigríður Margrét endurtaki ekki slík mistök.

Þá segir Ólafur marga vilja sjá „farsælan formann Samtaka atvinnulífsins, Eyjólf Árna Rafnsson, stíga inn með áberandi hætti. Hann er laginn maður sátta.“

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““