fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Enn eitt árið

Eyjan
Laugardaginn 30. desember 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn hefur frá öndverðu sóst eftir eilífri æsku.  Í norrænni goðafræði gætti Iðunn forláta epla sem héldu guðunum síungum. Vergjarnar gyðjur lofuðu Ódysseifi ódauðleika ef hann vildi þýðast þær. Hinn vitri Ódysseifur lét þó ekki freistast heldur kaus að eldast og deyja á eðlilegan hátt í faðmi konu sinnar.

Forseti Bandaríkjanna og helsti keppinautur hans eru komnir fast að áttræðu.

Rolling Stones gáfu út nýja plötu á árinu. Þeir hafa engu gleymt og ekkert lært. Þeir eru allir fæddir fyrir 1950 og tekst að halda sér í sviðsljósinu þrátt fyrir framboð af yngri flytjendum.

Fjölmiðlar velta sér endalaust upp úr andlegri og líkamlegri heilsu þessara manna með óttablandinni virðingu. Hefur þeim tekist að finna galdraformúlu sem heldur þeim síungum?

Þegar grannt er skoðað sést að þessir gömlu menn nema Mick Jagger eru hrumir. Bandaríkjaforseti er valtur á fótum enda segir máltækið, „stirð eru gömlum stöðubeinin.“ Annar málsháttur segir „enginn er allt í senn ungur og gamall.“ Hinir öldnu hafa vaxið frá sjálfum sér og sjá æsku sína í rósrauðum bjarma en aldurinn setur eðlilega mark sitt á líkamlegt og andlegt atgervi. Smám saman mun Jagger fatast dansinn eins og öðrum. Aðferðir nútíma lýtalækna geta falið eðlilega öldrun en Elli kerling hefur þó alltaf betur. „Bágt er að tefja fyrir ellinni,“ segir enn eitt máltækið. Margt er reynt til að dylja aðsókn aldursins. Hann sígur yfir menn engu að síður og enginn fær breytt tímans rás.

Eilíf æska felst í því að halda í gleðina eða eins og Breiðfjörð segir:

Að lifa kátur líst mér máti bestur,
þó að bjáti eitthvað á
að því hlátur gera má.

„Gamall lifir meðan Guð vill,“ sagði amma mín heitin forðum.

Gleðilegt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
EyjanFastir pennar
21.03.2025

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan
EyjanFastir pennar
20.03.2025

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík