fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Eyjan

Þetta er ákvörðun um óréttlæti á Íslandi, segir Þorgerður Katrín – tekur hatt sinn ofan fyrir Vilhjálmi

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 3. desember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú pólitíska ákvörðun að vera hér með íslenska krónu er ákvörðun um óréttlæti og misrétti, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún furðar sig á afstöðu forsætisráðherra og Samtaka atvinnulífsins til tillagna Vilhjálms Birgissonar og verkalýðshreyfingarinnar, um að fá óháða erlenda sérfræðinga til að gera úttekt á peningastefnu og gjaldmiðilsmálum okkar Íslendinga. Hún segir að á meðan krónan sé notuð hér þurfi skammtímaaðgerðir til að bæta hag almennings. Þorgerður Katrín er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Skammtímalausnir
play-sharp-fill

Eyjan - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Skammtímalausnir

Við þurfum vissulega skammtímaaðgerðir fyrst að það er búið að taka þessa ákvörðun,“ segir Þorgerður Katrín.

Það er alltaf sami vandinn hér að það eru alltaf skammtímaaðgerðir en aldrei horft til lengri tíma,“ heldur hún áfram. „Það virðist vera þessi dæmalausa tíska í íslenskri pólitík að koma alltaf með þessar skammtímalausnir og ég viðurkenni það alveg að meðan við höfum íslensku krónuna þá þurfum við að geta boðið upp á skammtímalausnir. Í Viðreisn höfum við meðal annars verið að benda á, bæði vegna vanda heimila en það er líka hægt að nefna vanda bænda. Langstærsti vandi bænda í dag er ekki út af hinu vonda Evrópusambandi heldur út af þeirri pólitísku ákvörðun að við erum hér með íslenska krónu. Af þessum 10 eða 12 milljörðum sem bændur eru að tala um að þeir þurfi eru rúmlega fimm milljarðar vegna vaxtaálags á íslenska bændur. Svo má ekki tala um þetta! Svo má ekki setja þetta á dagskrá!

Þorgerður gagnrýnir Samfylkinguna. „Svo eru flokkar eins og Samfylkingin að taka þetta af dagskrá af því að þeir treysta sér ekki í erfiða og oft óþægilega umræðu. Ég viðurkenni alveg að þetta er oft flókið. En þetta er risa hagsmunamál fyrir íslensk heimili og íslensk fyrirtæki, ekki síst þessi litlu og meðalstóru. Við vitum alveg að bestu vinir aðal eru fyrir utan krónuhagkerfið. Gera upp í evrum eða annarri erlendri mynt og þar af leiðandi kemur höggið ekki á þá.“ Hún segir þessa aðila vera í allt öðru hagkerfi en aðrir hér á Íslandi.

Það sem við erum að segja og reyna að benda fólki á er að þessi ákvörðun að vera með íslenska krónu og byggja hana upp eins og hún er, það er ákvörðun um óréttlæti. Það er það sama og að segja, allt í lagi, við ætlum að byggja hér inn – það verður innbyggt óréttlæti meðan við erum með íslensku krónuna,“ segir Þorgerður Katrín af þunga og heldur áfram:

Og við sjáum það svo vel þessa dagana þegar við erum með mikla verðbólgu og hún er ekki mikið á niðurleið núna, heldur á uppleið miðað við síðustu mælingar. Við erum með 11 prósent húsnæðisvexti núna. Svo er fólk að segja, nei við sjáum ekki aukningu á vanskilum! Hvernig eru íslensk heimili að leysa þetta? Þau eru annars vegar að flýja yfir í verðtryggingin, sem er skammgóður vermir, en síðan erum við að sjá yfirdráttarlán aukast. Umsvif yfirdráttarlána hafa aldrei verið jafn mikil. Umboðsmaður skuldara segir að yfirdráttarlán séu ekkert annað en dulin vanskil,“ segir Þorgerður og leggur áherslu á orð sín.

Svo má ekki setja fílinn í postulínsbúðinni á dagskrá. Það má ekki ræða hann. Hins vegar tek ég hatt minn ofan fyrir verkalýðshreyfingunni, og ekki síst Vilhjálmi Birgissyni, því að verkalýðshreyfingin er löngu búin að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki hægt og þess vegna er mér fyrirmuna að skilja svar Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um að taka ekki undir að framlag ríkisvaldsins til samningaviðræðna á vinnumarkaði gæti verið að erlendir sérfræðingar fari yfir peningastefnu og gjaldmiðilsmál okkar Íslendinga.“ Hún segir það sómafólk sem gert hafi skýrslur hér innanlands um þessi mál alls ekki vera óháða sérfræðinga.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Hide picture