fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Fullkominn viðskilnaður orða og gjörða hjá ríkisstjórn sem kennir sig við stöðugleika en er óstöðugleikastjórn, segir Sigmundur Davíð

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. desember 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Algert rof hefur orðið milli þess sem ríkisstjórnin segir og þess sem hún gerir. Haldnar eru glærukynningar á glærukynningar ofan með loforðum um þúsundir nýrra íbúða en ekkert gerist annað en að ríkisútgjöldin aukast og Seðlabankinn telur sig knúinn til að hækka vexti sem aftur dregur úr framkvæmdum og eykur íbúðaskortinn, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar um áramót.

Eyjan - Sigmundur Davíð - 1.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Sigmundur Davíð - 1.mp4

Nú hefur maður sex ár til að horfa yfir, er ekki alveg óhætt að segja að þetta sé þá ríkisstjórn um stöðnun?

Jú, tvímælalaust mætti segja það, hún að minnsta kosti var það,“ segir Sigmundur Davíð. „Nú er ég farinn að líta á þetta sem óstöðugleikastjórn því að óstöðugleikinn er alls staðar án þess að brugðist sé við. Þau segja sjálf, alla vega ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, að hælisleitendamálin séu stjórnlaus. Þau eru ítrekað búin að segja það, ráðherrar, en gera ekkert í því. Þau viðurkenna það að verðbólgan sé mikið áhyggjuefni en gera ekkert í því – jú, halda áfram að auka ríkisútgjöldin og slá öll sín met þar. Þetta er að mínu mati orðið megineinkenni stjórnmálanna og kannski sérstaklega vegna þess hvers eðlis ríkisstjórnin er að það er orðið algert rof milli þess sem menn segja og þess sem þeir gera.“

Sigmundur Davíð segir þetta vissulega ekki vera neitt nýtt í stjórnmálum að menn segi eitt og geri annað, það hafi oft gerst í gegnum tíðina. „En þarna, núna, finnst mér orðinn alger viðskilnaður. Hvað er gert í íbúðamálum? Það eru sýndar glærur um hversu margar íbúðir verði byggðar. Svo gerist ekkert og þá er boðað til næsta glærufundar og bætt við 10 þúsund íbúðum og svo koll af kolli.“

En þetta er náttúrlega ekkert að fara gerast vegna þess að á sama tíma er ríkissjóður rekinn með halla, ríkisútgjöldin eru, eins og þú orðar það, stjórnlaus, Seðlabankinn telur sig knúinn til að halda vöxtum mjög háum – halda áfram að hækka vexti – og það verður til þess að hér verður sáralítið byggt af íbúðum, burtséð frá skipulagsmálum.

Þetta er alveg rétt hjá þér. Einmitt þess vegna finnst mér þetta gott dæmi um þennan viðskilnað orða og gjörða að aðstæðurnar bara leyfa ekki það sem verið er að lofa og boða af því að það er ekki tekið á aðstæðunum, það er ekki tekið á innihaldinu – þetta er allt umbúðir frekar en innihald,“ segir Sigmundur Davíð.

Annað sem einkennir öll mál frá þessari ríkisstjórn er að hún vill láta umræðuna snúast um yfirlýst markmið, ekki raunveruleg áhrif. Þetta tvennt er gegnumgangandi. Ég bara hvet hlustendur til að hafa þetta í huga þegar þeir sjá næstu útspil frá ríkisstjórninni. Þetta er allt umbúðir, ekki innihald, þetta eru allt yfirlýst markmið, ekki raunveruleg áhrif. Það er ætlast til þess að almenningur dæmi frumvörp út frá heiti frumvarpsins, yfirskriftinni, algerlega óháð því hvert innihaldið er og hvaða áhrif áð muni raunverulega hafa,“ segir Sigmundur Davíð.

Í hlaðvarpinu, sem verður aðgengilegt í heild hér á Eyjunni kl. 11:30 í fyrramálið, laugardaginn 30. desember, er meðal annars komið inn á þá ótrúlegu stöðu að hér skuli vera orðinn slíkur orkuskortur að grípa þurfi til setningar neyðarlaga til að skammta raforku. Sigmundur Davíð segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í raun orðinn alveg eins og Samfylkingin og segir ekkert standa í vegi þess að Miðflokkurinn geti starfað með Framsóknarflokknum í ríkisstjórn. Hann bendir á að með því að fara inn í núverandi ríkisstjórn hafi Sjálfstæðisflokkurinn gengið til stjórnarsamstarfs við tvo flokksformenn sem skömmu áður reyndu að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins í fangelsi. Þá tjáir Sigmundur Davíð sig um hugmyndir Vilhjálms Birgissonar um að fengnir verði óháðir erlendir sérfræðingar til að gera úttekt á íslensku krónunni og leggja mat á það hvort annar gjaldmiðill myndi þjóna okkur betur. Sneisafullur þáttur af áhugaverðri umræðu fyrir alla áhugamenn um þjóðmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture