fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Bit Digital eykur umsvifin

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 27. desember 2023 16:30

Um 5 prósent af orku landsins fer í rafmyntagröft, jafn mikið og öll heimili landsins nota.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmyntafyrirtækið Bit Digital tilkynnti þann 20. desember að það hefði fengið 89 nýja netþjóna sem ætti að senda og setja upp í gagnaveri á Íslandi í lok mánaðar. Þá segir einnig að búist er við því að 103 netþjónar bætist við í janúar næstkomandi.

Bit Digital grefur eftir bitcoin rafmyntinni hér á Íslandi og er fyrirtækið er með starfsemi í gagnaveri í Reykjanesbæ.

Mikill vöxtur hefur verið í starfseminni og jukust afköstin núna í desember um 24 prósent frá fyrra mánuði. Fyrirtækið er einnig með starfsemi í Bandaríkjunum og Kanada. Vísir, Morgunblaðið og Viðskiptablaðið greindu frá því í sumar að Bit Digital hygðist auka umsvifin hér á landi þar sem verið væri að herða reglur um rafmyntagröft í Bandaríkjunum.

Að sögn Daníels Jónssonar, framkvæmdastjóra Bit Digital á Íslandi, er hinn nýi búnaður ekki notaður til að grafa eftir rafmynt heldur fyrir nýja gervigreindar deild fyrirtækisins. Engar áætlanir séu um að auka við rafmyntagröftinn hér á Íslandi.

Rafmyntagröftur fái ekki meiri orku

Rafmyntafyrirtæki á Íslandi hafa notað um það bil 5 prósent af heildar orkunni, eða um það bil jafn mikið og öll heimili landsins. Hefur starfsemin verið harðlega gagnrýnd fyrir að vera orkufrek og skila litlu fyrir samfélagið.

Bit Digital hefur ekki tilkynnt hvaðan það fær orku fyrir hinum auknu umsvifum á Íslandi. Landsvirkjun, er eina orkufyrirtækið sem hefur verið að reyna að stækka við sig, hefur sagt að engin áætlun liggi fyrir um að veita erlendum rafmyntafyrirtækjum frekari aðgang að íslenskri orku.

Í júní sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar við Vísi, að hann efaðist um að tilkynningar Bit Digital um aukin umsvif væru sannar.

Uppfært:

Að sögn Ragnhildar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, er Bit Digital ekki með raforkusamning við Landsvirkjun.

„Því miður hefur ekki bæst við orkuvinnslugetu Landsvirkjunar á undanförnum árum, þrátt fyrir knýjandi þörf á slíku enda eftirspurnin mikil. Nýlega neyddist Landsvirkjun til að skerða afhendingu raforku til stórnotenda og hafði þá áður skert orku til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera. Þá er fyrirsjáanlegt að sala til gagnavera muni dragast verulega saman á næsta ári,“ segir hún.

„Orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur ítrekað bent á hættuna á því að stórnotendur sæki inn á þann raforkumarkað sem ætlaður er heimilum og smærri fyrirtækjum og hefur hvatt stjórnvöld til að setja undir þann leka. Það blasir við að eftirspurn eftir raforku á þeim markaði sem ætlaður er heimilum og almennum fyrirtækjum er nú margfalt meiri en vöxtur í þeim hluta hagkerfisins og brýnt að tryggja þar orkuöryggi áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“