fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Þórdís Kolbrún: Vil taka við formennsku – er tilbúin að leiða flokkinn og þjóðina inn í framtíðina

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. desember 2023 06:00

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, játar því aðspurð að hana langi að verða næsti formaður flokksins og leiða flokkinn og þjóðina inn í framtíðina. Hún segir mikilvægt að hér á landi sé öflugt stjórnmálaafl og breiðfylking borgaralega sinnaðs fólks sem veit hvaða erindi það hefur í íslensku samfélagi og hvað þarf til að leiða okkur inn í framtíðina. Þórdís Kolbrún er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar nú um jólin.

Eyjan - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - 4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - 4.mp4

Nú er talað um að það kunni að styttast í að þú bætir við þig ábyrgðarstörfum …

Bæti við mig börnum, nei djók,“ segir Þórdís Kolbrún og springur upp úr.

Þú ert varaformaður Sjálfstæðisflokksins og það hefur lengi verið orðrómur, já við skulum kalla það orðróm, um að formaðurinn sé farinn að hugsa sér til hreyfings. Margir spáðu því reyndar að hann ætlaði sér sendiráðið í Washington en samkvæmt nýjustu fréttum þá er ekki svo. En, þú hefur hug á að taka við af honum þegar hann hættir, er það ekki?

Ég hef sagt, ég er tilbúin, það væri heiður að fá að leiða Sjálfstæðisflokkinn. ég auðvitað verið varaformaður í bráðum sex ár og ég mun þegar sá tími kemur leggja það á borðið hvaða erindi ég tel mig hafa fyrir flokkinn, fyrir Ísland, til að leiða okkur inn í framtíðina, til þess að takast á við breytta veröld. Ég held að það sé að verða varanleg breyting og við erum ekki ónæm fyrir því sem er að gerast í kringum okkur með mjög mikla og vaxandi spennu,“ segir Þórdís Kolbrún.

Þú hefur nú fylgst vel með því, verið í hringiðunni.

Já, og það hafa verið tvö lærdómsríkustu ár sem ég hef lifað og mun búa að alltaf. ég get alveg sagt að mig langar það. Það er auðvitað í höndum flokksfólks hvort það treystir mér til verksins, en ég tel mjög mikilvægt að við séum hér með öflugt stjórnmálaafl og breiðfylkingu af borgaralega sinnuðu fólki sem veit hvaða erindi það hefur í íslensku samfélagi, hvað þarf til til að leiða okkur inn í framtíðina, hvað þarf til að bæði eiga við áskoranir utan úr heimi en líka hérna heima,“ segir Þórdís Kolbrún.

Þá skiptir máli bæði að vera með leiðir, svona nálgun og lausnir sem virka, en líka að tapa ekki gleðinni og muna það í hvers konar stöðu við erum hérna. Þrátt fyrir allt er þetta svo mikið í okkar höndum. Við höfum öll færi til að halda áfram að byggja upp mjög öflugt og gott samfélag og það snýst ekki bara um að auka verðmætasköpun til að auka verðmætasköpun heldur snýst það um að við getum verið mannvænt samfélag, að það sé gott að búa hérna, að það sé gaman að búa hérna, að fólk langi að flytja hingað, langi að vera hérna og að við getum áfram skorað efst á lista yfir samfélög sem önnur samfélög líta til. Það er alltaf verk að vinna,“ segir Þórdís Kolbrún, „en ef ég fengi tækifæri til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina og vonandi hafa áhrif á íslenskt samfélag til framtíðar þá langar mig mjög að gera það.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture