fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Þórdís Kolbrún: Set fyrirvara við að þjóðin segi hug sinn til aðildar að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu – það er hlutverk stjórnmálamanna

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 23. desember 2023 06:00

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, setur fyrirvara við þjóðaratkvæðagreiðslur og segir það hlutverk stjórnmálamanna að leiða mál til lykta, ekki þjóðarinnar, sem segi hug sinn til mála á borð við aðild að ESB í almennum kosningum. Hún segir að ef við hefðum við með evru og í ESB hefðum við ekki komist upp með þá hluti sem við höfum gert á undanförnum, á borð við launahækkanir umfram aukna verðmætasköpun. Hún segir einu leiðina til upptöku nýs gjaldmiðils vera upptöku evru í gegnum aðild að ESB og það sé stórt mál og pólitískt og tæki að auki mörg ár. Þórdís Kolbrún er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar nú um jólin.

Eyjan - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - 2.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - 2.mp4

Verkalýðsforystan stendur frammi fyrir því að skjólstæðingarnir eru búnir að taka á sig gríðarlega miklar byrðar út af vaxtahækkunum og húsnæðiskostnaði. Eins og þeir segja; þeir hljóta að gera kröfu um að þetta verði bætt í komandi kjarasamningum. Ef það á að koma frá fyrirtækjunum í landinu þá blasir við að við erum að fara í höfrungahlaup eins og á áttunda og níunda áratug síðustu aldar þannig að maður heyrir það að það þurfi að finna einhvern annan flöt á þessu, einhvern þjóðarsáttarflöt, og það hefur verið bent á það að þjóðarsáttin a sínum tíma byggði að verulegu leyti á því að það var tekið á gengismálum.

Já, já, einmitt. Við erum náttúrlega með ákveðna sögu og fortíð í því hvernig við höfum stýrt þessum gengismálum sem eldist nú svo og svo vel. Af öllu því sem ég get sagt að ég hafi áhyggjur af þegar kemur að kjaraviðræðum og kjarasamningum þá er skoðun á gjaldmiðlamálum ekki þar efst á lista,“ segir Þórdís Kolbrún. „Ég held að við fáum ekki aðra niðurstöðu en það að það að taka upp einhliða gjaldmiðil sé vond hugmynd. Ef við ætlum að taka upp annan gjaldmiðil þá þýðir það að við ætlum að taka upp evru og það gerum við með því að ganga í Evrópusambandið sem er pólitískt stór ákvörðun sem hefur áhrif á mjög margt annað í samfélaginu en gjaldmiðlamálin og krónuna.

En þurfum við ekki að klára þá umræðu? Hún var aldrei kláruð hér.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Nei, nei. Það var rætt um það í fjögur ár með ríkisstjórn sem var klofin í því hvort við ættum að ganga inn í ESB án þess að ræða um þá þætti sem voru langstærstir.“

Þeim var haldið bara í gíslingu.

Ég myndi ekki vilja endurtaka þann leik,“ segir Þórdís Kolbrún. „Ég held að það sé þá alla vega grundvallaratriði að ríkisstjórn sem ætlar að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu hafði þá áhuga og vilja á því að Ísland gangi í Evrópusambandið og sé þá með umboð til þess að gera það.“

En þarf ekki bara að kanna hug þjóðarinnar?

Það gerum við auðvitað í kosningum. Við könnum hug þjóðarinnar til ýmissa mála.“

Þarf ekki bara að kjósa um þetta sérstaklega? Fá það á hreint – fólk er að segja svo margt með atkvæði sínu annað en þetta.

Já, já, ég veit það. Ég veit að það eru sumir sem eru miklir talsmenn þjóðaratkvæðagreiðslu og það kann að hljóma andlýðræðislegt þegar ég segist hafa fyrirvara á þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég lít svo á að stjórnmálamenn taki það að sér að vinna fyrir hönd þjóðarinnar og fólks sem kýs þá. Miðað við það sem við sjáum núna af átta flokkum á [Alþingi]. Það er einn sem er með það opinberlega á dagskrá að ganga í ESB, annar sem er svona þeirrar skoðunar en vill ekki hafa það á dagskrá og ég veit ekki hvort Píratar hafa eina stefnu eða vilja setja þetta í hendur þjóðarinnar,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við erum ekki einu sinni með meirihluta, ef við teljum bara þingmenn. En alveg óháð öllu. Jafnvel þó að við myndum gera það til að ná okkur í annan gjaldmiðil þá myndi það í fyrsta lagi taka mörg ár. Í öðru lagi …

En það eru ekki beinlínis rök að það taki langan tíma ef það er það skynsamlega …

Nei, en það sem mér finnst hins vegar skipta meira máli er að ég væri til í að vita afstöðu og hug þeirra sem líta á það að taka upp annan gjaldmiðil sem einhverja lausn á þeim áskorunum sem blasa við okkur, hvort þau væru tilbúin að binda það sem því myndi fylgja í formi agavalds. Ef við værum með evru og inni í Evrópusambandinu hefðum við ekki komist upp með það sem við höfum leyft okkur undanfarin ár,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir því við að þetta sé að hluta til sama fólk og vill gera meira af því og ganga lengra og skammar mann fyrir að benda á hið augljós að hugsanlega höfum við gengið of langt. Það vilji síðan taka einhverja sneggri lausn til þess að geta haldi áfram. „Ég segi: You can‘t have both. Það er ekki bæði haldið og sleppt. Það eru nokkrar mismunandi ástæður fyrir því að verðbólga eykst. Við vitum hvað þarf til að verðbólga lækki. Við vitum líka að launahækkanir undanfarinna ára hafa verið umfram verðmætasköpun. Það leiðir það af sér að hér verður aukin verðbólga.“

Þórdís Kolbrún segir okkur verða að komast að einhverri sameiginlegri lendingu með það hvað þarf að gera og hver gerir hvað til þess að ná tökum á þeirri stöðu. „Ég skil alveg þegar fólk segir: Ja, þá sæki ég þá peninga annars staðar. Já, já, en þú kemur þér ekki út úr stöðunni þótt þú gerir það. Eitt er: viljum við langtímasamninga? Annað er: ætlum við að hafa þá ábyrga, það er undir einhverri ákveðinni prósentu? Það er ekki nóg að verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins komi sér saman um einhverja x-prósentu til x-ára ef það sem á síðan að fylgja er kröfulisti sem hefur skaðleg áhrif á heildarverkefnið, skaðleg áhrif á peningastefnu, skaðleg áhrif á ríkissjóð og svo framvegis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture