fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Grindavík

Eyjan
Laugardaginn 23. desember 2023 09:30

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég starfaði um nokkurt skeið sem heilsugæslulæknir í Grindavík. Um árabil kom ég til bæjarins á föstudagsmorgnum og sinnti heilsufari bæjarbúa. Grindvíkingar eru sérlega æðrulaust fólk enda hefur lífsbaráttan um aldir verið erfið. Haugabrim hefur löngum verið úti fyrir ströndum, grýtt lending og saltur stormur vælir í hrauninu kringum bæinn. Íbúarnir, stórhentir menn, svipmiklar konur og tápmikil börn. Byggð hefur verið í Grindavík allt frá landnámsöld þegar Molda-Gnúpur settist þar að. Sonur hans var gæfumaðurinn Hafur-Björn sem gerði samning við bergrisa og landvætti sem sáu til þess að hann varð allra manna auðugastur.

Skálholtsstaður eignaðist smám saman flestallar stórjarðir í Grindavík og gerði út báta til fiskjar. Lífsbaráttan var erfið og hættuleg og fjölmörg sjóslys og skipstapar á Suðurnesjum. Á föstudaginn seinasta í Góu árið 1700 fórust 129 sjómenn svo að þá hafa verið daprir dagar í Grindavík.

Á síðustu öld óx og dafnaði Grindavík eins og aðrar verstöðvar á landinu. Bærinn var eins og Íslandssagan í hnotskurn með blússandi góðæri og mannskaðavetrum til skiptis. Þegar Hriflu-Jónas barðist við Læknafélagið á árunum í kringum 1930 skipaði hann Sigvalda Kaldalóns sem lækni í Keflavík í trássi við samtök lækna. Hann var rekinn úr læknafélaginu og Sjálfstæðismenn meinuðu honum búsetu í Keflavík. Grindvíkingar brugðust við af venjulegum stórhug og byggðu hús yfir tónlistarmanninn. Merkilegasti hluti tónlistarsögu Kaldalóns var skráður í Grindavík en Keflvíkingar sátu uppi með herinn og allt bullið kringum hann. Annað menningarframlag var ólíkindaskáldið og snillingurinn Guðbergur Bergsson.

Ég fylgist eins og aðrir með baráttu Grindvíkinga við jarðhræringar og eldgos. Auðvitað munu þeir hafa betur í þeim slag. Bæjarbúar hafa tekist á við náttúruöflin í ellefu hundruð ár og alltaf borið hærri hlut. Hafur-Björn vakir yfir þessu samfélagi ásamt öllum sínum landvættum og bergrisum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
30.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta
EyjanFastir pennar
29.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
EyjanFastir pennar
22.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
21.11.2024

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!