Skiptum er lokið í þrotabú athafnamannsins Steingríms Wernerssonar en greint er frá því í Lögbirtingablaðinu í dag.
Lýstar kröfur í búið námu 14.466.469.208 krónum en aðeins fengust um 140 milljónir króna greiddar, eða um 1% af heildarkröfunum.
Steingrímur átti fjárfestingafélagið Milestone ásamt Karli bróður sínum en þeir voru dæmdir í fangelsi, ásamt samverkamönnum sínum í apríl fyrir 2016 fyrir umboðsvik í viðskiptafléttu sem snerist um kaup á hlutabréfum Ingunnar Wernersdóttur, systur þeirra. Hlaut Steingrímur tveggja ára dóm fyrir sína aðild að málinu en Karl hlaut þriggja og hálfs árs dóm.
Rúmu ári síðar, í nóvember 2017, var Steingrímur úrskurðaður gjaldþrota og því tók uppgjör þrotabúsins rúm sex ár.