fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Náttúruvernd vinnur gegn loftslagsmarkmiðum og sókn til betri lífskjara, segir Þórdís Kolbrún

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. desember 2023 17:00

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að mikill munur sé á því að vera fyrst og fremst náttúruverndarsinni og að setja loftslagsmál í forgrunn. Nauðsynlegt sé að raska náttúru til að vinna þá grænu orku sem koma á í stað jarðefnaeldsneytis. Hún segir sum mál flóknari en önnur þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfinu og telur eðlilegt að samskiptamynstrið innan stjórnarinnar breytist á sex árum. Þórdís Kolbrún er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar í aðdraganda jóla.

Eyjan - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - 1.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - 1.mp4

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með að það hafa verið ansi sterkar átakalínur innan ríkisstjórnarinnar í ýmsum málum og það virðist vera þannig að ríkisstjórnarflokkarnir eigi erfitt með að koma sér saman um mál sem á að senda inn í þingið. Hvernig er þetta ríkisstjórnarsamstarf? Eins og maður horfir á þetta þá virðist þetta hafa verið mjög góður andi í þessari ríkisstjórn á fyrra kjörtímabili, en síður svo á þessu kjörtímabili.

Ég veit það ekki,“ segir Þórdís Kolbrún. „Auðvitað þróast samstarf og samskipti fólks þegar þú berð saman á ári eitt og ári sex. Það held ég að sé bara eðlilegt. Mér finnst fólk geta talað saman við ríkisstjórnarborðið. Við getum fundið lendingu og leiðir til þess að ýta málum áfram og taka ákvarðanir. Það eru alveg málefni sem eru töluvert flóknari en önnur …

Það hefur verið gagnrýnt til dæmis að Vinstri grænir standi í vegi fyrir því að við getum hrint í framkvæmd góðri áætlun í loftslagsmálum.

Ég er þeirrar skoðunar að við séum búin að smíða of flókið regluverk og umhverfi fyrir þessa ákvarðanatöku,“ segir Þórdís Kolbrún. „Og það er ekki eitthvað sem gerðist á þessu kjörtímabili eða því síðasta. Það er lengra síðan og við höfum reynt að vinna innan þess kerfis og látið það einhvern veginn viðgangast. Það er munur á því að vera fyrst og fremst náttúruverndarsinni eða fyrst og fremst með áherslu á loftslagsmál og það skiptir máli að gera þann greinarmun. Ef þú ætlar fyrst og fremst að taka stöðu með náttúruvernd og vilja ekki raska þá þýðir það að það hefur þau áhrif að öll önnur orkuvinnsla, allt sem á að koma í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti, og er þá grænt eða sjálfbært, það notarðu náttúruna til þess að framleiða. Við vitum að orkuöflun, framleiðsla á raforku, hvernig við nýtum raforku, það helst mjög í hendur við okkar lífskjarasókn, verðmætasköpun og uppbyggingu í atvinnulífi.“

Þetta og margt fleira. Þórdís Kolbrún ræðir meðal annars gjaldeyrismál, sem hún telur ekki vera í forgangi nú. Þá talar hún um formennskuna í Sjálfstæðisflokknum, nýlegar skipanir í sendiherrastöður, griðastaðinn sem hún á í faðmi fjölskyldunnar og jólin.

Hlaðvarpið í heild verður aðgengilegt hér á Eyjunni á morgun, Þorláksmessu, kl. 6 f.h.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture