fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Eyjan

Bankar og kvótagreifar sagðir berjast um TM

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. desember 2023 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviku banki hefur tilkynnt Kauphöllinni að borist hafi óskuldbindandi tilboð í TM, en bankinn hóf söluferli á tryggingafélaginu í síðasta mánuði.

Stjórn bankans hefur farið yfir tilboðin og ákveðið að bjóða fjórum aðilum að halda áfram í söluferlinu og veita þeim aðgang að áreiðanleikakönnunum og frekari upplýsingum. Sérstakleg er tekið fram í tilkynningunni að engin vissa sé fyrir því hvort þetta ferli muni leiða til skuldbindandi tilboða í TM sem gæti lokið með sölu á félaginu í heild eða skráningu í Kauphöll.

Heimildir Eyjunnar herma að tveir bankar og tvö stöndug sjávarútvegsfyrirtæki hafi fengið boð frá Kviku um að halda áfram í söluferlinu. Um sé að ræða Landsbankann og Íslandsbanka sem eru þá væntanlega að horfa til þess að samþætta tryggingastarfsemi bankastarfsemi sinni, líkt og Arion banki gerir nú, en bankinn á Vörð tryggingar.

Þá herma heimildir að Samherji sé annað sjávarútvegsfyrirtækið sem sé að skoða TM. Hitt fyrirtækið er sagt vera Ísfélagið í Vestmannaeyjum, eða öllu heldur félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og barna hennar, sem eru aðaleigendur Ísfélagsins. Guðbjörg og hennar fólk er raunar ekki með öllu ókunnugt TM vegna þess þau hafa áður komið að eignarhaldi þess.

Kunnugir telja að verðmiðinn á TM verði ekki undir 30 milljörðum króna, jafnvel nær 40 milljörðum, en það ætti ekki að standa í vegi þess að kaup fari í gegn. Bankarnir tveir og bæði sjávarútvegsfyrirtækin hafa fulla burði til að ganga frá slíkum kaupum án vandkvæða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?