fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Einn þreyttasti samkvæmisleikur margra desemberloka

Eyjan
Sunnudaginn 17. desember 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að enn á ný gæti dregið til tíðinda varðandi ritstjórastól á Morgunblaðinu um komandi áramót. Mörg undanfarin ár hefur það verið þekktur – og í vaxandi mæli þreyttur – samkvæmisleikur í desember að velta því fyrir sér hvort Davíð Oddsson muni nú ekki láta staðar numið og hætta sem ritstjóri Moggans um áramót. Þrátt fyrir vangaveltur og spekúlasjónir þeirra sem þykjast gleggst vita hefur ekkert gerst. Ekki annað en að árin færast yfir öldunginn sem situr sem fastast á meðan vonbiðlarnir sprikla og komast ekki að.

Víst er að Davíð verður 76 ára þann 17. janúar næstkomandi. Miðað við almenn viðmið á Íslandi telst sá sem er á þeim aldri vera kominn langt fram yfir síðasta söludag. Er það raunar ekki algilt á heimsvísu og þarf ekki að leita lengra en til Bandaríkjanna þar sem benda má á núverandi forseta og einnig þann sem sat á undan honum á forsetastóli enda eru þessir tveir öldungar ritstjóranum aldna sífellt umfjöllunar- og yrkisefni í þeim vikulegu smásögum sem hann birtir í Morgunblaðinu undir heitinu Reykjavíkurbréf.

Helstu kaupendur blaðsins eru þeir, sem komnir eru á efri ár og vilja fylgjast með Morgunblaðinu vegna minningargreinanna, og eins hinir sem lesa blaðið atvinnu sinnar vegna. Það eru þá einkum fjölmiðlamenn og þeir sem sinna stjórnmálavafstri. Lesendur blaðsins hafa í seinni tíð mest orðið varir við tvo lukkuriddara sem líta á sig sem sjálfkjörna eftirmenn Davíðs þegar/ef hann lætur af veru sinni á ritstjórn blaðsins. Hermt er að hann komi gjarnan til starfa upp úr hádegi og hverfi af vettvangi áður en umferðin í Reykjavík þyngist mikið síðdegis þannig að vinnan trufli lítið hans daglegu rútínu og algerlega óvíst að hann sleppi takinu á stólnum meðan hann enn stendur uppréttur

Þeir sem beðið hafa tilbúnir til að taka við forystunni eru Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson, sem reyndar lýsti því yfir fyrir tveimur árum að hann væri að hætta á blaðinu til að geta einbeitt sér að sölu áfengis. Svo virðist sem hann hafi hætt við að hætta og sé nú genginn aftur. Orðið á götunni er að hann hafi ekki tekið slíka vinkilbeygju nema því aðeins að hann eygi möguleika á að erfa ritstjórastólinn. Þess vegna hefur nú færst aukið fjör í samkvæmisleikinn um að Davíð noti næstu áramót til að kveðja Morgunblaðið.

Þrátt fyrir allt mun sennilega ekki draga til neinna tíðinda hjá Morgunblaðinu um næstu áramót. Davíð mun dvelja áfram á ritstjórninni og vonbiðlarnir geta áfram grátið sig í svefn vegna vonbrigða – eða snúið sér alfarið að sprúttsölu.

Að endingu mun sá dagur renna upp að Davíð Oddsson hverfi frá Morgunblaðinu. Þá mun Haraldur Johannessen sennilega bara taka einn við ritstjórastarfinu enda hefur það að mestu hvílt á herðum hans um árabil. Hvorki vonbiðlar, fallnir Alþingismenn né þingmenn á útleið verða kallaðir til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“