fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Facebook-reiðin

Eyjan
Laugardaginn 16. desember 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í miðaldalæknisfræðinni var oft litið á líkamann eins og ílát fullt af vökva; blóði, galli og slími. Sjúkdómar og alls kyns tilfinningar höfðu áhrif á jafnvægi vökvanna. Ein þessara geðhrifa sem höfðu mikil áhrif á l líkamlega heilsu var reiðin sem var talin búa í gallinu skv. Fóstbræðrasögu. Sagt er að það sjóði á einhverjum, menn froðufelli af bræði eða springi af reiði en allar þessar myndlíkingar má rekja til vökvakenningarinnar. Reiðin hitar svo mjög upp í vökvanum að líkaminn springur í loft upp eins og hvellhetta.

Menn gerðu sér snemma grein fyrir skaðlegum afleiðingum reiðinnar. Í Egilssögu eru margar frásagnir um reiðiköst langafa míns Skallagríms Kveldúlfssonar. Í frekjukasti drap hann Brák fóstru Egils afa og ungan dreng í ísknattleik. Í Eyrbyggju eru margar reiðar göldróttar konur sem öllum stóð stuggur af.

Í miðaldakristninni óttuðust menn mjög reiði Guðs. Sr. Hallgrímur segir í Passíusálmum sínum:

Guðs reiðistormur geisa vann.
Gekk því refsingin yfir hann.

Þrátt fyrir vaxandi velmegun hefur reiðin aukist í samfélaginu eins og sést vel samfélagsmiðlinum Facebook. Reiðir menn og reiðar konur halda árshátíð sína oft á dag á netinu. Fólk er reitt út í yfirvöld, lögreglu, stöðumælaverði, heilbrigðiskerfið, barnaverndarnefnd og fjölmarga aðra. Margir eru reiðir fyrir hönd annarra sem ekki eru nægilega reiðir sjálfir. Netmiðlarnir hampa svo þessu reiða fólki sem fær þannig sérstaka umbun fyrir reiðina.

Facebook hjálpar fólki að fá útrás fyrir reiðina en viðheldur henni og stigmagnar. Stundum er eins og miðillinn sé sneisafullur af súru galli sem leki út úr tölvuskjánum. Ef þessi tilbeiðsla reiðinnar heldur áfram verður þess ekki langt að bíða að fréttir berist af fjölda fólks sem hafi sprungið í loft upp úr reiði með tilheyrandi hávaða, sjónmengun og óþrifnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið
EyjanFastir pennar
15.06.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
EyjanFastir pennar
14.06.2024

Svarthöfði skrifar: Þess vegna er Viðreisn í bjórfylgi

Svarthöfði skrifar: Þess vegna er Viðreisn í bjórfylgi
EyjanFastir pennar
08.06.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Drög að ferðamannamengun

Sigmundur Ernir skrifar: Drög að ferðamannamengun
EyjanFastir pennar
08.06.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eftir kosningar

Óttar Guðmundsson skrifar: Eftir kosningar