fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Þórunn setur ofan í við Jóhann Pál: „Frjálsleg túlkun á stefnu Samfylkingarinnar“

Eyjan
Föstudaginn 15. desember 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei, kannski ekki, en hann verður þá að svara því,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, í Morgunblaðinu í dag þegar hún er spurð að því hvort ekki ríki einhugur í þingflokki Samfylkingarinnar um stefnu í orkumálum.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður flokksins, lýsti því í samtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að Samfylkingin styðji aukna orkuöflun. Ekki standi á flokknum í orkumálum.

Þórunn gagnrýnir orð samflokksmanns síns og segir ummæli hans vera „frjálslega túlkun á stefnu Samfylkingarinnar.

„Hann fer fram og lýsir sínum skoðunum. Ég byggi mína afstöðu á stefnu Samfylkingarinnar,“ segir hún við Morgunblaðið og bætir við að hún telji að einhugur ríki í þingflokknum um stefnu flokksins í orkumálum sem hún segir skýra. Leikreglur málaflokksins séu settar í rammaáætlun.

„Tafirnar sem reglulega er býsnast yfir eru á ábyrgð þeirra flokka sem nú virðast hafa mestar áhyggjur af orkuöflun í landinu,“ segir Þórunn og vísar til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”