Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður flokksins, lýsti því í samtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að Samfylkingin styðji aukna orkuöflun. Ekki standi á flokknum í orkumálum.
Þórunn gagnrýnir orð samflokksmanns síns og segir ummæli hans vera „frjálslega túlkun á stefnu Samfylkingarinnar.
„Hann fer fram og lýsir sínum skoðunum. Ég byggi mína afstöðu á stefnu Samfylkingarinnar,“ segir hún við Morgunblaðið og bætir við að hún telji að einhugur ríki í þingflokknum um stefnu flokksins í orkumálum sem hún segir skýra. Leikreglur málaflokksins séu settar í rammaáætlun.
„Tafirnar sem reglulega er býsnast yfir eru á ábyrgð þeirra flokka sem nú virðast hafa mestar áhyggjur af orkuöflun í landinu,“ segir Þórunn og vísar til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.