fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Eyjan

Íslendingar fá minna fyrir launin sín

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. desember 2023 09:33

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Hagstofu Íslands kemur fram að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi dregist  saman um 2,7% á þriðja ársfjórðungi þessa árs.

Í tilkynningunni segir að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um 8% á þriðja ársfjórðungi ársins í samanburði við sama tímabil síðasta árs samkvæmt bráðabirgðatölum. Ráðstöfunartekjur á mann hafi numið rúmlega 1,3 milljónum króna á ársfjórðungnum ( júlí, ágúst, september) og aukist um 4,8% frá sama tímabili í fyrra.

Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi dregist saman um 2,7% á tímabilinu að teknu tilliti til verðlagsþróunar og mannfjöldaaukningar en vísitala neysluverðs hafi hækkað á sama tíma um 7,8% og mannfjöldi aukist um 3%.

Gjöld hafi aukist meira en tekjur

Heildartekjur heimilanna hafi aukist um 13,1% á þriðja ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Sá liður sem vegi hvað þyngst í aukningu heildartekna séu launatekjur en þær hai aukist um 10,9% frá sama ársfjórðungi á síðasta ári. Áætlað sé að eignatekjur hafi aukist um 18,2% frá sama ársfjórðungi í fyrra og að vaxtatekjur hafi aukist um 47,4% á tímabilinu. Þá lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur aukist um 11,5%.

Heildargjöld heimilanna hafi aukist um 19,7% á þriðja ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Skattgreiðslur hafi aukist um 12,3%, tryggingagjöld um 7,7% og eignagjöld um 39,4%, þar af vaxtagjöld um 40,8% sem sé nokkuð minni hækkun en síðustu ársfjórðunga þar sem vaxtahækkanir hafi verið farnar að gera vart við sig á þriðja ársfjórðungi síðasta árs.

Hagstofan tekur sérstaklega fram að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða. Endurskoðaðar niðurstöður verði birtar þegar fyrir liggi endanlegri upplýsingar, meðal annars úr skattframtölum fyrirtækja og einstaklinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík