fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Segir stefnu Kristrúnar hættulega – vopnin geti hæglega snúist í höndum hennar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. desember 2023 16:36

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar Mynd: Baldur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefna sú er ráðgjafar Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, hafa lagt henni til er hættuleg, skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut.

Ólafur segir það eitt verst geymda leyndarmál stjórnmálanna á Íslandi þessa dagana sé að Kristrún hafi notið ráðgjafar tveggja aldinna kempna sem báðar séu hoknar af reynslu. Þetta séu Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og ráðherra, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti.

Þessir gamalreyndu stjórnmálamenn kunni að sigra í stjórnmálum, Kristrún hafi fylgt ráðum þeirra og Samfylkingin fari með himinskautum í skoðanakönnunum á sama tíma og allir þrír stjórnarflokkarnir hríðtapi fylgi og flokkur forsætisráðherra sé við það að þurrkast út af þingi samkvæmt síðustu könnunum.

Stefna sem ráðgjafar Kristrúnar, formanns Samfylkingarinnar, hafa lagt henni til er hættuleg. Hún snýst um að hækka skatta. Það getur verið til vinsælda fallið á með einungis er bent fingri á aðra en ekki þegar böndin berast að þér. Hverjir eiga að bera skattahækkanir Kristrúnar? Jú, „ríka pakkið“ en hverjir eru þar og hverjir aðrir eiga að borga? Hún vill hækka veiðileyfagjöld myndarlega og auðvelt er að styðja það. Hjálpar til en segir samt svo lítið. Svo vill hún hækka fjármagnstekjuskatta þannig að sparnaður fólks og fyrirtækja verði þveröfugur vegna verðbólguáhrifa. Það mun ekki mælast vel fyrir. En ætlar hún að hækka virðisaukaskatt sem er sá skattstofn sem mest munar um? Eða ætlar hún að hækka skatta á millistéttarfólk? Eða ætlar hún að bæta við einu hátekjuþrepi í tekjuskatti og hvar byrjar það þá? Byrjar það við laun þingmanna upp á hálfa aðra milljón á mánuði eða þarf það að byrja miklu ofar svo hún og aðrir þingmenn/ráðherrar sleppi?“

Ólafur segir Kristrúnu verða krafða um svör við þessu. Þá spáir hann því að þess verði ekki langt að bíða að aðrir stjórnarandstöðuflokkar geri hríð að Samfylkingunni sem hingað til virðist hafa sogað til sín nánast allt fylgi sem hrunið hefur af ríkisstjórnaflokkunum.

Í erfiðri stöðu ríkisstjórnarflokkanna hjálpar ekki að fá svo skoðanakönnun um traust á ráðherrum. Þar skrapar Bjarni Benediktsson botninn með ótvíræðum hætti um leið og tveir aðrir ráðherrar flokksins fá snautlega útkomu, þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, sem hefðu átt að fríska upp á ásjónu flokksins. En kjósendur virðast ekki líta þannig á,“ skrifar Ólafur.

Hann hnykkir út með því að segja fátt benda til annars en að Kristrún Frostadóttir verði forsætisráðherra strax eftir næstu kosningar, sem verði haldnar þegar núverandi ríkisstjórn geri sér ljóst að enginn geti unnið sitt dauðastríð.

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“