fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Best geymda leyndarmál jólabókflóðsins?

Eyjan
Sunnudaginn 10. desember 2023 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fyrir jólin kom út 32. bókin í ritröðinni Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar hjá Háskólaútgáfunni. Þessi ritröð er falinn fjársjóður – menning okkar er meira en aðeins það sem ratar í sali Listasafns Íslands og Ríkisútvarpið og í ritröðinni er gægst bak við tjöldin.

Nýjasta bókin heitir Listasaga leikmanns eftir Aðalstein Ingólfsson, listfræðing, og birtir myndlistaannál póststarfsmannsins Kristjáns Sigurðssonar á árunum 1941–1968. Margir telja þessa bók vera senuþjóf jólabókaflóðsins í ár.

Kristján, sem var starfsmaður Póstsins alla sína tíð, sótti myndlistarsýningar á þessu tímabili og skrifaði um þær allar, auk þess að greina frá því hvað hinir fjölmörgu gagnrýnendur dagblaðanna (og þau voru ein fimm eða sex á þessu tímabili) höfðu að segja um sýningarnar. Og ekki skorti álitsgjafana þegar kom að myndlist á þessum umbrotatímum í íslensku menningarlífi.

Bókin er sannkallaður fjársjóður fyrir áhugafólk um menningu og listir og veitir einstakt sjónarhorn á þetta mikilvæga svið mannlífsins. Haft hefur verið á orði að nú þurfi að skrifa myndlistarsöguna upp á nýtt – og það er ekki fjarri sanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“