fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Vestræn heimild til þjóðarmorðs

Eyjan
Laugardaginn 9. desember 2023 15:04

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gasaströndin er helvíti á jörðu. Gereyðingarstefna ísraelskra stjórnvalda á þessu þéttbýlasta svæði heims gerir það að verkum að saklausir borgarar eru stráfelldir, innikróaðir í rústum og húsaleifum, þar á meðal þúsundir barna á þúsundir ofan.

Einu gildir þótt almennir íbúar Gasa eigi enga sök á glæpaverkum Hamasliða, sem ber auðvitað að fordæma eins og önnur hryðjuverk, en linnulausar hefndarárásir Ísraela eru hatrammt svar í sömu mynt, með vöxtum og vaxtavöxtum – og hafa ekkert með varnir landsins að gera eins og ríkisstjórnin í Ísrael rausar um. Hún er ábyrg fyrir viðbjóðslegum stríðsglæp, studdum af helstu vinaþjóðunum í vestrænum heimi sem veita hernum heimild til þjóðarmorðs.

Og afstaða íslenskra ráðamanna í þessum efnum er í skásta falli óljós.

Ísraelar hafa ávallt notað hvert tilefni sem gefst til að neyta aflsmunar í útrýmingarstefnu sinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Árásum palestínskra hryðjuverkahópa hefur ætíð verið svarað af margföldum krafti á við skærur arabanna. Hvert tækifæri til andsvara er fullnýtt til að fylgja eftir stefnunni um að hrekja palestínska þjóð af landi sínu. Nú þegar hefur 85 prósent af heimasvæði hennar verið hertekið eða því rænt um hábjartan dag með skipulögðum hætti. Þetta hernám, þvert á alþjóðalög og gerða samninga, hefur staðið yfir í röska hálfa öld og nú er svo komið að Ísrael hefur sölsað undir sig allt land nema litla skika hér og þar.

„Það sjá allir það sem vilja, að stráfelling ísraelska hersins hefur ekkert með Hamasliða að gera.“

Og ráðrúmið sem Hamasliðar gáfu landræningjunum núna í haust verður auðvitað fullnýtt eins og öll önnur tækifæri til yfirtöku frá því David Ben-Gurion tók við sem fyrsti forsætisráðherra landsins 1948. Æ síðan hefur verið hoggið í sama knérunn. Með leyfi lýðræðisþjóða hafa Ísraelar notað allan sinn tíma í Palestínu til að taka það land sem þeim sýnist. Þeir eru þeir einu í heiminum sem hafa haft fullt frelsi til að brjóta alþjóðalög án viðurlaga.

Það sjá allir það sem vilja, að stráfelling ísraelska hersins hefur ekkert með Hamasliða að gera. Það er engan þeirra að finna á yfirborði jarðar. Um áratugaskeið hafa þeir komið sér fyrir neðanjarðar, en gangakerfi þeirra, á jafnvel allt að fjörutíu metra dýpi, spannar nú um 420 kílómetra. Þangað hætta ísraelskir hermenn sér ekki, auga fyrir auga, en einbeita sér þess í stað að saklausum íbúum ofanjarðar sem eru fangar við óbærilegar aðstæður og bíða þess eins að örkumlast eða drepast.

Og óværan skal hrakin burt. Það er stefna harðlínuaflanna. Oddvitar samstarfsflokka Benjamíns Netanyahus við stjórnarborðið hreykja sér með yfirlýsingum í þá veru að útrýma eigi hverjum einasta araba á Vesturbakkanum og Gasa. Bezal Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels hefur hvatt til þess að þorp að borð við Huwara verði þurrkuð út. Og Benjamín sjálfur veit að vísasta leið hans til áframhaldandi valda er að láta kné fylgja kviði.

Þess vegna skulu þjóðarmorðin á Gasa halda áfram. Og þess vegna mun múrinn á Vesturbakkanum lengjast en hann samsvarar nú vegarkaflanum á milli Reykjavíkur og og Eskifjarðar – og nálgast bráðum 800 kílómetra, til þess eins reistur að fangelsa þjóð og ræna hana lífsviðurværi.

Palestínumenn eru 14 milljónir. Helmingur þeirra er flóttamenn víða um heim, svo sem á Íslandi. Sjö milljónir lifa undir hernámi, herkví og óréttlátum lögum Ísraelsríkis.

Og á Íslandi er spurt af æðstu mönnum: Er þetta árás?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið
EyjanFastir pennar
15.06.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
EyjanFastir pennar
14.06.2024

Svarthöfði skrifar: Þess vegna er Viðreisn í bjórfylgi

Svarthöfði skrifar: Þess vegna er Viðreisn í bjórfylgi
EyjanFastir pennar
08.06.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Drög að ferðamannamengun

Sigmundur Ernir skrifar: Drög að ferðamannamengun
EyjanFastir pennar
08.06.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eftir kosningar

Óttar Guðmundsson skrifar: Eftir kosningar