fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Jafnréttisstofa varar við Kópavogsleiðinni í leikskólamálum – Mæður líklegri til að hverfa frá vinnu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. desember 2023 09:30

Kópavogur, Garðabær og Akureyri hafa ákveðið að breyta leikskólagjöldum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafnréttisstofa hefur sent bréf á sveitarfélög landsins þar sem varað er við að sveitarfélög breyti gjaldskrá leikskóla sinna á þann hátt sem nokkur sveitarfélög hafa gert í haust. Það er að gera leikskólann gjaldfrjálsan fyrir sex tíma en hækka gjöldin verulega fyrir þá sem þurfa að vera lengur.

Það var sveitarstjórn Kópavogs sem reið á vaðið með breytinguna sem hefur reynst vægast sagt umdeild. Bæði hafa foreldrar risið upp og mótmælt breytingunni sem og Alþýðusamband Íslands og mörg verkalýðsfélög. Bent er á að aðeins efnameira fólk hafi efni á að hafa börn sín í sex tíma vistun eða skemur. Gjaldskrárhækkunin bitni á þeim þorra fólks sem hafi síst efni á henni.

Kópavogur er nú með dýrustu leikskóladvölina á höfuðborgarsvæðinu fyrir fulla átta tíma dvöl. Eftir að Kópavogur tilkynnti sína breytingu fygldu sveitarstjórnir Garðabæjar og Akureyrar í humátt á eftir.

Sveitarfélög hafi jafnréttisskyldu

Einnig hefur verið bent á að þessi breyting, að hvetja fólk til að stytta leikskóladvöl barna sinna, komi niður á konum. Það er einmitt það sem Jafnréttisstofa bendir á í sínu bréfi til sveitarfélaganna.

Í bréfinu er bent á skyldu sveitarfélaga til þess að setja sér áætlanir um jafnréttismál þar sem komi fram hvernig unnið skuli að kynja- og jafnréttissjónarmiðum á öllum sviðum. Slík áætlun skuli taka til markmiða og aðgerða til að stuðla að jafnrétti og jafnri meðferð við ráðstöfun fjármagns í þjónustu og starfsmannamálum sveitarfélaga.

Sjá einnig:

Ólga meðal foreldra:Sex gjaldfrjálsir tímar dulbúa gífurlega hækkun – „Takk fyrir ekkert, Kópavogsbær“

„Til þess að unnt sé að flétta kynja- og jafnréttissjónarmið í stefnumótun og þar með ákvarðanatöku þarf að afla nauðsynlegra gagna sem varpað geta ljósi á áhrif sem verða á ólíka hópa, í þessu tilviki, foreldra leikskólabarna,“ segir í bréfinu sem Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri stofnunarinnar undirritar.

Og enn fremur:

„Sú þjónusta sem sveitarfélögin veita með rekstri leikskóla er afar mikilvæg og jafnframt viðkvæm fyrir öllum breytingum. Sveitarfélögin þurfa því sérstaklega að horfa til þess hvaða áhrif breytt ráðstöfun fjármagns getur haft og hvort hún geti t.d. falið í sér óbeina mismunun eða ýtt undir hefðbundin kynjahlutverk með tilheyrandi afleiðingum.“

Mæður líklegri til að hverfa frá vinnu

Spurt er hvort farið hafi fram mat á áhrifum á ólíka hópa foreldra, til dæmis út frá kynjasjónarmiði, þjóðerni eða hvort um sé að ræða einstæðinga eða foreldra í sambúð. Hvort lagt hafi verið mat á það hvaða hópar séu líklegastir til að nýta eingöngu sex tíma leikskóladvöl og hvaða hópar séu líklegastir til að kaupa viðbótartíma.

„Hefur verið lagt mat á það hvort líkur eru á því að mæður fremur en feður minnki við sig starfshlutfall til að þurfa ekki að greiða fyrir viðbótartíma?“ er spurt.

Þá er einnig bent á að fjölmargar nýlegar rannsóknir sýni ójafna verkaskiptingu kynjanna þegar kemur að umönnun barna. Mæður séu líklegri til að hverfa frá launaðri vinnu og sinna umönnun barna á meðan þau eru ung.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar