fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Eyjan

Jafnan atkvæðisrétt í stjórnarskrá og fáum á hreint hver áhrif ESB aðildar yrðu fyrir neytendur og bændur, segir Þorgerður Katrín

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. desember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikilvægt er að setja jafnt atkvæðavægi í stjórnarskrá, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, en jómfrúrræða hennar á þingi fjallaði meðal annars um jöfnun atkvæðavægis. Hún segir að þótt við vitum að mörgu leyti hvernig aðildarsamning við getum fengið við ESB sé alls ekki svo á öllum sviðum, hún nefnir sjávarútvegs- og landbúnaðarmál – mikilvægt sé að fá fram svart á hvítu hvaða áhrif það hefði á neytendur bændur ef við gerumst aðilar að ESB. Þorgerður Katrín er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - ESB
play-sharp-fill

Eyjan - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - ESB

Við getum nokkurn veginn gert okkur grein fyrir ákveðnum sviðum en við getum ekki sett niður á öllum sviðum hvernig samning við fengjum. Það væri mikilvægt í sjávarútvegsmálum og ekki síður í landbúnaði að draga það fram, svart á hvítu, hvaða áhrif það hefði á íslenskt samfélag, íslenska neytendur og, ekki síst, íslenska bændur að verða aðili að Evrópusambandinu.“ segir Þorgerður Katrín.

Hún segir ESB vissulega vera tollabandalag til að halda utan um framleiðsluna innan sambandsins sem sé að stærstum hluta bændur. „Hlutfallslega langmesta fjármagnið fer í bændur og til að halda uppi matvælaframleiðslu, stuðla að fæðuöryggi og svo framvegis. Ég held að ekki síst á því sviði hefði íslenska þjóðin og almenningur að fá niðurstöðu á þeim vettvangi, svo ég byrji nú ekki að tala um öryggis- og varnarmálin!

Sem við ætlum ekki að fara út í núna …

En, ég skal koma til þín síðar og ræða þau mál.“

Já, ég fæ þig bara aftur í það. En mig langar til að koma inn á eitt, sem má kalla grunnskekkju í íslensku samfélagi, sem er kosningakerfið okkar og misvægi atkvæða.

Þetta er algerlega út úr korti hvernig þetta er. Viðreisn er búin að leggja ítrekað fram frumvarp. Það er hægt að gera þetta með tvennum hætti. Það er hægt að breyta stjórnarskránni, sem hefur verið snúið, og í þeirri vinnu sem farið var í á síðasta kjörtímabili þá ítrekað lagði ég fram og dró meðal annars fram rýnikönnun sem hópur formanna lét gera og sagði: Þjóðin vill jafna vægi atkvæða. Setjum það líka á dagskrá. Gömlu flokkarnir máttu ekki heyra á það minnst,“ segir Þorgerður Katrín.

Síðan höfum við líka sett á dagskrá, og við erum svolítið að setja þessi stóru mál á dagskrá, við bjuggum til frumvarp og lögðum fram, sem ýtir undir jafnara vægi atkvæða yfir landið, en líka jafnari úthlutun þingsæta á milli flokka. Það er enginn einn flokkur umfram aðra sem myndi græða meira á því. Margir flokkar hafa orðið fyrir þessu óréttlæti sem felst í dreifingu þingsæta. Vinstri græn hafa bæði tapað og grætt á því, Sjálfstæðisflokkurinn hefur frekar tapað en hitt en Framsóknarflokkurinn hefur iðulega hagnast á þessari dreifingu,“ segir hún og bætir því við að þarna sé líka innbyggt óréttlæti og Viðreisn vilji að einn maður sé eitt atkvæði. „Það er lykilatriði, prinsippmál í nútímasamfélagi.“

Er ekki bara best að gera þetta að einu kjördæmi?

Jú, ég hallast alltaf meira og meira að því, einfaldlega af því að við erum þannig samfélag að nándin hér er svo mikil við stjórnmálamenn, sem mér finnst mikill kostur, Mér finnst kostur að fólk annaðhvort hringi í mann eða sendi manni póst eða stoppi mann á götu. Mér finnst það frábært. Mér finnst það reyndar einn mest heillandi þáttur af starfinu,“ segir Þorgerður Katrín, sem segist telja að setja eigi ákvæði um slíkt í stjórnarskrá.

Jómfrúrræðan mín á þingi, 1999, þá var búið að breyta stjórnarskránni og misvægið var að fara úr ¼ í ½. Ég sagði: Þetta er mikilvægt skref en við erum ekki hætt, við þurfum að halda áfram. Mér þykir mjög vænt um jómfrúrræðuna mína, hún var ekki löng, ekki nema tvær mínútur. Ég var komin átta mánuði á leið og ég hugsaði: Ég þarf að tryggja þessu barni í maganum á mér, að atkvæði þess þegar hann, eða það, þetta varð síðan hann, að hans atkvæði verði jafnt og annars staðar á landinu. Það hefur ekki enn þá gerst, ég er enn þá að berjast í þessu og ég vil tala mjög eindregið fyrir þessu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
Hide picture