Þessi frétt birtist í Morgunblaðinu 2. desember sl.:
Ísland mun leggja 80 milljónir króna í nýjan loftslagshamfarasjóð á komandi ári. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á lofstlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í dag.
„Heimsbyggðin þarf að einblína á hætturnar sem felast í loftslagsbreytingunum. Þessi mikilvægi fundur þarf að senda skýr skilaboð um að við munum leggja enn meira af mörkum til að tryggja framtíð jarðarinnar,“ sagði Katrín í ávarpi sínu á ráðstefnunni, sem nú fer fram í Dúbaí.
Forsætisráðherra lagði í ávarpi sínu áherslu á nauðsyn þess að ná fram markmiðum Parísarsamningsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu á selsíus. Hagkerfi heims þurfi að leggja megináherslu á sjálfbærni og velsæld í stað þess að hámarka framleiðslu og neyslu.
Fasa út notkun á jarðefnaeldsneyti
Katrín sagði mannréttindi vera lykilatriði í öllum loftslagsaðgerðum og nauðsynlegt væri að fasa út notkun á jarðefnaeldsneyti og hætta öllum niðurgreiðslum á því.
Að lokum tilkynnti hún að Ísland yrði stofnaðili að nýjum loftslagshamfarasjóði og muni leggja 80 milljónir króna þar inn á komandi ári.
Katrín flutti einnig ávarp á leiðtogafundi um mótvægisaðgerðir og opnunarávarp á málstofu Grænvangs um samstarf einkaaðila og opinberra aðila varðandi lausnir í umhverfis- og loftslagsmálum.
Hér vakna hjá undirrituðum 2 spurningar:
fatlað fólk og unglingsdrengi frá Palestínu í hörmungarvist í Grikklandi?
Spyr sá, sem hvorki veit né skilur.