fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín: Þá skipti máli að það var ekki sjálfstæðismaður í því ráðuneyti heldur Viðreisnarmanneskja

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 2. desember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikilvægt er að kjarasamningar í vetur leiði ekki til stórfelldra ríkisútgjalda. Ríkið getur komið inn í þá með öðrum hætti en að taka að sér launakostnað fyrirtækjanna í landinu, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún bendir á að í Þjóðarsáttinni 1990 hafi ríkið tekið að sér að halda genginu stöðugu, sem hafi verið forsendan. Nú þurfi eitthvað svipað. Þorgerður Katrín er gestur Ólafs Arnarsonar í nýju hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Gjaldmiðlamál
play-sharp-fill

Eyjan - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Gjaldmiðlamál

Mér finnst ekkert óeðlilegt þegar verkalýðshreyfingin er að benda á ýmsar leiðir og segir: Við viljum eðlilega fá einhvern hlut í þessu. Ég líka ætlast til þess, sem verkalýðshreyfingin hefur vissulega gert í gegnum tíðina, að hún axli ábyrgð. En ég ætlast til þess að Samtök atvinnulífsins taki þátt í krefjandi samtali um það hvernig við aukum hagvöxt á hvern mann, hvernig við aukum framleiðnina og verðmætasköpunina, og stór partur af því, og þau geta ekki útilokað það, er að taka upp almennilegan gjaldmiðil. Af hverju í ósköpunum líta þau ekki á þann þátt ef það verður til þess að verðmætasköpun eykst í landinu,“ segir Þorgerður Katrín.

Það má í rauninni segja að þjóðarsáttin 1990 byggðist ekki á kröfum um útgjöld ríkissjóðs heldur. Fyrst og síðast, fólst ábyrgð ríkisstjórnarinnar í því að halda genginu stöðugu. Það var hennar hlutverk. Við verðum að leita allra leiða til að gera það sama. Ég held að ríkisstjórnin verði að því hvernig hún ætlar að mæta þessu hlutverki. Ég vara við því að kjarasamningar leiði til þess að það verði bara sjálfkrafa milljarðatékki frá ríkissjóði,“ segir Þorgerður Katrín og bætir því við að Viðreisn sé tilbúin til að skoða ýmislegt í þessari stöðu; tímabundnar vaxta og húsnæðisbætur á meðan ástandið er svona hjá þjóðinni og þjóðin sitji uppi með íslensku krónuna.

Það er ekki þannig að Samtök atvinnulífsins geti bent verkalýðshreyfingunni á ríkisvaldið og látið ríkisvaldið axla launakostnað fyrirtækja, það er ekki þannig,“ segir Þorgerður Katrín.

Hún rifjar upp að í sjómannaverkfallinu 2017, er hún gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skeið, var mikill þrýstingur uppi af hálfu atvinnulífsins, bæði SFS og Samtaka atvinnulífsins, um að aftur yrði tekinn upp sjómannaafslátturinn. „Það hefði þýtt það að ríkisvaldið hefði þurft að setja hátt í milljarð í að niðurgreiða launakostnað útgerða. Það kom náttúrlega aldrei til greina. Þá skipti máli að það var ekki sjálfstæðismaður í því ráðuneyti heldur Viðreisnarmanneskja, með dyggum stuðningi, líka, Benedikts Jóhannessonar ,sem var fjármálaráðherra ,þá algerlega útilokuðum við þessa leið og stuttu síðar var samið. Ég vona bara að aðilar vinnumarkaðarins nái saman, það skiptir gríðarlega miklu máli, og enn sem komið er finnst mér nú þeir tónar, sem heyrst hafa frá forystu verkalýðshreyfingarinnar, vera nokkuð skynsamir og ég vona að Samtök atvinnulífsins, þótt ég sé að gagnrýna þau hér, verði líka lausnamiðuð í sinni nálgun.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Hide picture